Í morgun byrjaði skólastarf í FAS með svipuðum hætti og hefur verið undanfarin ár. Skólasetning var kl. 10.00 þar sem skólameistari fór yfir ýmsa þætti og kynningar voru á dagatali vorannar. Að skólasetningu lokinni hittu nemendur umsjónarkennarana sína og áttu með þeim stuttan fund varðandi skipulag sitt fyrir komandi vorönn.
Á morgun 5. Janúar hefst svo kennsla samkvæmt stundaskrá.
Stöðumat og miðannarsamtöl
Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...