Í morgun byrjaði skólastarf í FAS með svipuðum hætti og hefur verið undanfarin ár. Skólasetning var kl. 10.00 þar sem skólameistari fór yfir ýmsa þætti og kynningar voru á dagatali vorannar. Að skólasetningu lokinni hittu nemendur umsjónarkennarana sína og áttu með þeim stuttan fund varðandi skipulag sitt fyrir komandi vorönn.
Á morgun 5. Janúar hefst svo kennsla samkvæmt stundaskrá.
Hájöklaferð í fjallamennskunáminu
Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...