Annarlok

15.des.2016

Það myndast alltaf ákveðin stemmning innan veggja skólans í desember þegar önnin klárast og nemendur vinna af kappi við að skila síðustu verkefnunum og spenningurinn við að komast í jólafrí er að taka yfir.
Síðasta kennsluvika fyrir jólafrí er nú að klárast og voru þær breytingar gerðar þetta skólaárið að ekki eru hefbundin lokapróf heldur er svokallað lokamat. Vinna nemenda yfir önnina vegur því meira og mæta nemendur svo í lokamatsviðtal hjá kennara hvers áfanga í stað þess að mæta í lokapróf.

Í lok síðustu viku kynntu nemendur í listgreinum sína vinnu fyrir samnemendum og almenningi. Það hefur skapast sú hefð að kynning nemenda í listgreinum sé í Vöruhúsinu þar sem margir af þeim áföngum fara fram.
Kynningin tókst mjög vel og voru nemendur með sýningar á verkum sínum ásamt því að nemendur í matreiðslu sáu um veitingar fyrir gesti og gangandi.

Í síðustu viku kláruðu 8 nemendur Smáskipanám sem kennt hefur verið í lotum hér í FAS á önninni. Kennt var í þremur lotum, alls 11 daga og var það Gunnlaugur Dan Ólafsson sem sá um kennsluna. Við óskum nemendunum innilega til hamingju með þennan áfanga.

Aðrar fréttir

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...

Rötun og útivist

Rötun og útivist

Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og...

Íþróttavika Evrópu

Íþróttavika Evrópu

FAS hefur í mörg ár verið þátttakandi í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli og fjallar reglulega um margt sem stuðlar að betri heilsu og vellíðan. Frá árinu 2016 hefur sveitarfélagið okkar verið heilsueflandi og gerir á sama hátt margt til að bæta heilsu og...