Annarlok

15.des.2016

Það myndast alltaf ákveðin stemmning innan veggja skólans í desember þegar önnin klárast og nemendur vinna af kappi við að skila síðustu verkefnunum og spenningurinn við að komast í jólafrí er að taka yfir.
Síðasta kennsluvika fyrir jólafrí er nú að klárast og voru þær breytingar gerðar þetta skólaárið að ekki eru hefbundin lokapróf heldur er svokallað lokamat. Vinna nemenda yfir önnina vegur því meira og mæta nemendur svo í lokamatsviðtal hjá kennara hvers áfanga í stað þess að mæta í lokapróf.

Í lok síðustu viku kynntu nemendur í listgreinum sína vinnu fyrir samnemendum og almenningi. Það hefur skapast sú hefð að kynning nemenda í listgreinum sé í Vöruhúsinu þar sem margir af þeim áföngum fara fram.
Kynningin tókst mjög vel og voru nemendur með sýningar á verkum sínum ásamt því að nemendur í matreiðslu sáu um veitingar fyrir gesti og gangandi.

Í síðustu viku kláruðu 8 nemendur Smáskipanám sem kennt hefur verið í lotum hér í FAS á önninni. Kennt var í þremur lotum, alls 11 daga og var það Gunnlaugur Dan Ólafsson sem sá um kennsluna. Við óskum nemendunum innilega til hamingju með þennan áfanga.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...