Fyrsti stúdentinn frá FAS til að hljóta doktorsgráðu

02.des.2016

vedis_vidbÞann 22. nóvember síðastliðinn varði Védís Helga Eiríksdóttir doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum sem ber heitið: Heilsa barnshafandi kvenna og fæðingaútkomur á tímum mikilla efnahagsþrenginga á Íslandi – Maternal health indicators during pregnancy and birth outcomes during times of great macroeconomic instability: the case of Iceland.
Markmið doktorsverkefnisins var að rannsaka möguleg áhrif íslenska efnahagshrunsins 2008 á heilsu barnshafandi kvenna og fæðingarútkomur. Ennfremur að kanna að hversu miklu leyti efnahagsástandið á Íslandi skýrði mögulegar heilsufarsbreytingar hjá ófrískum konum og afkvæmum þeirra.
Védís er Hornfirðingur og eru foreldrar hennar Eiríkur Sigurðsson og Vilborg Gunnlaugsdóttir.
Védís útskrifaðist frá FAS vorið 1998 og er hún fyrsti stúdentinn frá skólanum til að hljóta doktorsgráðu.
Við erum einstaklega stolt af Védísi og óskum henni innilega til hamingju með áfangann.

Aðrar fréttir

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...

Rötun og útivist

Rötun og útivist

Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og...

Íþróttavika Evrópu

Íþróttavika Evrópu

FAS hefur í mörg ár verið þátttakandi í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli og fjallar reglulega um margt sem stuðlar að betri heilsu og vellíðan. Frá árinu 2016 hefur sveitarfélagið okkar verið heilsueflandi og gerir á sama hátt margt til að bæta heilsu og...