Fyrsti stúdentinn frá FAS til að hljóta doktorsgráðu

02.des.2016

vedis_vidbÞann 22. nóvember síðastliðinn varði Védís Helga Eiríksdóttir doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum sem ber heitið: Heilsa barnshafandi kvenna og fæðingaútkomur á tímum mikilla efnahagsþrenginga á Íslandi – Maternal health indicators during pregnancy and birth outcomes during times of great macroeconomic instability: the case of Iceland.
Markmið doktorsverkefnisins var að rannsaka möguleg áhrif íslenska efnahagshrunsins 2008 á heilsu barnshafandi kvenna og fæðingarútkomur. Ennfremur að kanna að hversu miklu leyti efnahagsástandið á Íslandi skýrði mögulegar heilsufarsbreytingar hjá ófrískum konum og afkvæmum þeirra.
Védís er Hornfirðingur og eru foreldrar hennar Eiríkur Sigurðsson og Vilborg Gunnlaugsdóttir.
Védís útskrifaðist frá FAS vorið 1998 og er hún fyrsti stúdentinn frá skólanum til að hljóta doktorsgráðu.
Við erum einstaklega stolt af Védísi og óskum henni innilega til hamingju með áfangann.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...