Leiklist á vorönn

28.nóv.2016

piltur-og-stulkaÁ vorönn mun FAS bjóða upp á áfanga í leiklist og setja upp leikrit eins og venja er. Það er unnið í samvinnu við Leikfélag Hornafjarðar og Tónskóla Austur- Skaftafellssýslu.
Leikstjóri sýningarinnar verður Stefán Sturla Sigurjónsson sem við þekkjum vel en hann leikstýrði hjá okkur bæði Grease og svo síðasta Bítlasöngleiknum Love me do.
Nú hefur verið ákveðið að taka fyrir verkið Piltur og Stúlka sem gert er eftir bók Jóns Thoroddsen og var ákveðið að gera nútímaútfærslu á þessari fléttuástarsögu sem kom fyrst út árið 1850 og er talin fyrsta skáldsagan sem gefin er út á Íslandi.
Við munum því vinna verk sem er „byggt á sögunni“ og munum styðjast að einhverju leiti við leikgerð Emils Thoroddsens og bæta við dægurlögum sem gætu passað inn í verkið.
Fyrir utan okkar nemendur hér í FAS þyrftum við að fá til liðs við okkur eldra fólk og þá erum við að hugsa um tvær konur, helst eldri en 40 ára og tvo til þrjá karlmenn sem einnig væru helst eldri en 40 ára.

Aðrar fréttir

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...