Í gær og í dag hafa nokkrir nemendur í FAS verið að leita að olíu.
Hér er um að ræða tölvuleikinn Petro Challenge sem FAS hefur tekið þátt í frá árinu 2003. Þessi leikur hefur um langt skeið verið notaður til að kynna þeim sem vilja starfa í olíuiðnaði um hvað olíuleit og olíuvinnsla snýst.
Í FAS voru níu krakkar í fjórum liðum. Í gær var farið í gegnum leikinn, reglur kynntar og liðin prufuðu sig áfram. Dagurinn í dag fór svo að mestu leiti í keppnina sjálfa.
Það er margt sem þarf að huga að því leikurinn fer fram á ensku, það þarf að skoða margs konar jarðfræðigögn, túlka upplýsingarnar og í framhaldinu að taka skynsamlegar ákvarðanir. Því reynir á samvinnu og snerpu.
Liðið Arri rokk frá FAS lenti í öðru sæti á landsvísu og voru þeir ansi nálægt því að hreppa fyrsta sætið en lið frá Vestmannaeyjum sem sigraði landskeppnina í ár. Í liði Arra Rokk voru þeir Arnar Ingi Jónsson, Ingólfur Ásgrímsson og Ægir Sigurðsson.
Hájöklaferð í fjallamennskunáminu
Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...