Olíuleit í FAS

17.nóv.2016

20161117_150347Í gær og í dag hafa nokkrir nemendur í FAS verið að leita að olíu.
Hér er um að ræða tölvuleikinn Petro Challenge sem FAS hefur tekið þátt í frá árinu 2003. Þessi leikur hefur um langt skeið verið notaður til að kynna þeim sem vilja starfa í olíuiðnaði um hvað olíuleit og olíuvinnsla snýst.
Í FAS voru níu krakkar í fjórum liðum. Í gær var farið í gegnum leikinn, reglur kynntar og liðin prufuðu sig áfram. Dagurinn í dag fór svo að mestu leiti í keppnina sjálfa.
Það er margt sem þarf að huga að því leikurinn fer fram á ensku, það þarf að skoða margs konar jarðfræðigögn, túlka upplýsingarnar og í framhaldinu að taka skynsamlegar ákvarðanir. Því reynir á samvinnu og snerpu.
Liðið Arri rokk frá FAS lenti í öðru sæti á landsvísu og voru þeir ansi nálægt því að hreppa fyrsta sætið en lið frá Vestmannaeyjum sem sigraði landskeppnina í ár. Í liði Arra Rokk voru þeir Arnar Ingi Jónsson, Ingólfur Ásgrímsson og Ægir Sigurðsson.

Aðrar fréttir

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...