Olíuleit í FAS

17.nóv.2016

20161117_150347Í gær og í dag hafa nokkrir nemendur í FAS verið að leita að olíu.
Hér er um að ræða tölvuleikinn Petro Challenge sem FAS hefur tekið þátt í frá árinu 2003. Þessi leikur hefur um langt skeið verið notaður til að kynna þeim sem vilja starfa í olíuiðnaði um hvað olíuleit og olíuvinnsla snýst.
Í FAS voru níu krakkar í fjórum liðum. Í gær var farið í gegnum leikinn, reglur kynntar og liðin prufuðu sig áfram. Dagurinn í dag fór svo að mestu leiti í keppnina sjálfa.
Það er margt sem þarf að huga að því leikurinn fer fram á ensku, það þarf að skoða margs konar jarðfræðigögn, túlka upplýsingarnar og í framhaldinu að taka skynsamlegar ákvarðanir. Því reynir á samvinnu og snerpu.
Liðið Arri rokk frá FAS lenti í öðru sæti á landsvísu og voru þeir ansi nálægt því að hreppa fyrsta sætið en lið frá Vestmannaeyjum sem sigraði landskeppnina í ár. Í liði Arra Rokk voru þeir Arnar Ingi Jónsson, Ingólfur Ásgrímsson og Ægir Sigurðsson.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...