Olíuleit í FAS

17.nóv.2016

20161117_150347Í gær og í dag hafa nokkrir nemendur í FAS verið að leita að olíu.
Hér er um að ræða tölvuleikinn Petro Challenge sem FAS hefur tekið þátt í frá árinu 2003. Þessi leikur hefur um langt skeið verið notaður til að kynna þeim sem vilja starfa í olíuiðnaði um hvað olíuleit og olíuvinnsla snýst.
Í FAS voru níu krakkar í fjórum liðum. Í gær var farið í gegnum leikinn, reglur kynntar og liðin prufuðu sig áfram. Dagurinn í dag fór svo að mestu leiti í keppnina sjálfa.
Það er margt sem þarf að huga að því leikurinn fer fram á ensku, það þarf að skoða margs konar jarðfræðigögn, túlka upplýsingarnar og í framhaldinu að taka skynsamlegar ákvarðanir. Því reynir á samvinnu og snerpu.
Liðið Arri rokk frá FAS lenti í öðru sæti á landsvísu og voru þeir ansi nálægt því að hreppa fyrsta sætið en lið frá Vestmannaeyjum sem sigraði landskeppnina í ár. Í liði Arra Rokk voru þeir Arnar Ingi Jónsson, Ingólfur Ásgrímsson og Ægir Sigurðsson.

Aðrar fréttir

Á leið til Finnlands

Á leið til Finnlands

Um hádegisbil í dag lagði af stað hópur nemenda ásamt tveimur kennurum áleiðis til Vaala í Finnlandi. Þessi heimsókn er hluti af Nordplus Junior verkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra. Auk Finnlands og Íslands taka nemendur frá Noregi þátt í...

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...

Rötun og útivist

Rötun og útivist

Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og...