Mælingar á Heinabergsjökli

16.nóv.2016

DCIM100MEDIADJI_0020.JPG

Heinabergsjökull – séður með augum drónans.

Föstudaginn 4. nóvember fóru nemendur úr inngangsáfanga að náttúruvísindum frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu í ferð til að mæla Heinabergsjökul. Með í ferðinni voru kennarar ásamt Kristínu Hermannsdóttur og Snævari Guðmundssyni frá Náttúrustofu Suðausturlands og Helgu Árnadóttur frá Vatnajökulsþjóðgarði. Hópurinn lagði af stað klukkan 8:00 og var keyrt upp að Heinabergsjökli. Veður var ágætt en nokkur vindur var fyrri hlutann. Nemendunum var fyrir ferðina skipt í hópa sem hver hafði sitt hlutverk. Stórt lón er fyrir framan jökulröndina og því er ekki hægt að notast við hefðbundnar mæliaðferðir heldur eru notaðar þríhyrningamælingar þar sem ákveðnar lengdir og horn eru mæld. Til þess nota nemendur svokallaðan latta sem er mælistöng sem hægt er að lengja í fimm metra, málbönd og byggingakíki.

Að þessu sinni var líka með í för dróni sem Náttúrustofan og FAS eiga saman og var nýlega keyptur. Hann var setur á loft eins mikið og hægt var en vegna vinds var það lítið hægt. Þegar hann fór á loft náði hann ágætum loftmyndum sem gáfu nýtt sjónarhorn á jökulinn. Dróninn getur bæði tekið ljósmyndir og mynband.  Hér  má sjá stutt myndband af jöklinum en það voru nemendur FAS sem klipptu myndbandið saman.

flaajokull-landsat8_27092016

Gervihnattamynd (USGS/Earth Explorer (2016, 27. september) Landsat 8, sena 217/röð 15).

Framhaldsskólinn hefur í 16 ár farið og mælt Heinabergsjökul. Alltaf er mælt frá nákvæmlega sömu stöðum og notaðar sömu aðferðir. Vinna nemenda er þó ekki búin eftir ferðina að jöklinum. Það þarf að vinna úr upplýsingum sem er safnað á vettvangi og bera saman við upplýsingar frá fyrri árum og reyna þannig að fá raunsæja mynd af breytingu jökulsins. Samkvæmt útreikningum hefur jökullinn hopað norðantil en gengið lítillega fram sunnan megin. Niðurstöðurnar eru þó ekki alveg réttar, en nýlegar loftmyndir sýna að það sem haldið var að væri jökulsporðurinn norðan megin eru í rauninni ísjakar sem hafa  brotnað frá jöklinum eins og sést á meðfylgjandi gervihnattamynd. Það þarf því að leita nýrra leiða til að fá réttari mynd af stöðu jökulsins á næsta ári.

Við þökkum þeim Helgu frá Vatnajökulsþjóðgarði og Kristínu og Snævari frá Náttúrustofunni fyrir aðstoðina og samveruna við mælingarnar í ár. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr ferðinni.

 

[modula id=“9732″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...