Eins og flestir vita er öskudagur í dag. Öskudagur er fyrsti dagur í lönguföstu og segir okkur um leið að nú séu 7 vikur til páska. Langafasta er sérstaklega mikilvæg í kaþólska kirkjuárinu og á að vera tími íhugunar og góðrar breytni. Lengi var það sérstakur siður á Íslandi að útbúa litla taupoka og hengja á fólk. Sá siður er þó nærri horfinn en við hefur tekið að fólk og þá sérstaklega börn klæðist grímubúningum. Oft má sjá barnahópa ganga í búðir og fyrirtæki og syngja og fá að launum góðgæti til að maula á.
Í tilefni öskudagsins voru margir úr kennarahópnum í FAS ekki í hefðbundnum klæðnaði í dag – en hvort þeir hyggist sýna sönglistir sínar síðar dag skal þó ósagt látið.