Í dag er námsmatsdagur í FAS og kennarar vinna að því að setja inn miðannarmat í Innu. Matið ætti að vera sýnilegt nemendum í lok dags. Í næstu viku verða svo miðannarsamtöl þar sem farið verður yfir matið.
Nemendur eru í fríi á námsmatsdegi en engu að síður er mikið um að vera í FAS. Nú er verið að endurnýja alla þráðlausa beina í skólastofum og uppfæra hugbúnað skjávarpa þannig að þeir gagnist sem best. Þessi vinna klárast vonandi í dag og því ættu tengingar við net að vera auðveldari og hraðvirkari strax í næstu viku.