Fuglatalning í febrúar

26.feb.2025

Í gær var komið að annarri fuglatalningu vetrarins í Óslandi en þær talningar eru eitt af vöktunarverkefnum skólans. Það eru staðnemendur í umhverfis- og auðlindafræði sem fara í talningar hér á Höfn. Fjarnemendur í áfanganum finna sér sambærilegt svæði þar sem þeir fylgjast með fuglum nokkrum sinnum á önninni.

Það voru óvenju fáir fuglar í Óslandinu í gær, það var að flæða að og því lítið um æti fyrir þá fugla sem helst hafast við í fjöruborðinu. Oftast er mikið af mávum í Óslandi en svo var ekki í gær – líklega hafa þeir komist í æti utan fjarðar. Það vakti hins vegar athygli að mikið var af stokköndum á Óslandstjörninni og minnist Björn Gísli, okkar helsti fuglasérfræðingur í FAS, þess ekki að hafa séð svo margar á tjörninni á þessum árstíma. Alls voru taldar 46 stokkendur á tjörninni.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...