Starfsbrautarnemendur á ferð og flugi

18.feb.2025

Fyrir nokkru sögðum við frá því að nemendur á starfsbraut í FAS hefðu farið í heimsókn í rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess. Síðustu vikur hafa tveir vinnustaðir bæst í hópinn.

Farið var í heimsókn til Gísla í Beinlínis en hann rekur byggingarfyrirtæki sem tekur að sér alls kyns smíðaverkefni. Fyrirtækið er með verkstæði á Víkurbrautinni og þangað var förinni heitið. Gísli tók á móti strákunum og fór yfir það helsta sem smiðir gera í sinni vinnu. Hann leyfði þeim síðan að spreyta sig á ýmsum verkefnum og prófa alls konar tól og tæki.

Í þessar viku var farið í heimsókn á lögreglustöðina. Þar tóku lögregluþjónarnir Grétar og Einar á móti strákunum. Þeir fóru yfir störf lögreglu á svæðinu og sýndu húsnæðið og alls konar búnað sem lögreglumenn nota í starfi sínu.

Strákarnir á starfsbrautinni eru mjög ánægðir með heimsóknirnar sem hefur verið farið í á önninni þar sem þeir hafa alls staðar fengið góðar móttökur og velvild. Við í FAS erum mjög þakklát fyrir að geta farið í heimsóknir sem þessar og um leið kynnt fjölbreytt störf í sveitarfélaginu. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá síðustu tveimur heimsóknunum.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...