Starfsbrautarnemendur á ferð og flugi

18.feb.2025

Fyrir nokkru sögðum við frá því að nemendur á starfsbraut í FAS hefðu farið í heimsókn í rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess. Síðustu vikur hafa tveir vinnustaðir bæst í hópinn.

Farið var í heimsókn til Gísla í Beinlínis en hann rekur byggingarfyrirtæki sem tekur að sér alls kyns smíðaverkefni. Fyrirtækið er með verkstæði á Víkurbrautinni og þangað var förinni heitið. Gísli tók á móti strákunum og fór yfir það helsta sem smiðir gera í sinni vinnu. Hann leyfði þeim síðan að spreyta sig á ýmsum verkefnum og prófa alls konar tól og tæki.

Í þessar viku var farið í heimsókn á lögreglustöðina. Þar tóku lögregluþjónarnir Grétar og Einar á móti strákunum. Þeir fóru yfir störf lögreglu á svæðinu og sýndu húsnæðið og alls konar búnað sem lögreglumenn nota í starfi sínu.

Strákarnir á starfsbrautinni eru mjög ánægðir með heimsóknirnar sem hefur verið farið í á önninni þar sem þeir hafa alls staðar fengið góðar móttökur og velvild. Við í FAS erum mjög þakklát fyrir að geta farið í heimsóknir sem þessar og um leið kynnt fjölbreytt störf í sveitarfélaginu. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá síðustu tveimur heimsóknunum.

Aðrar fréttir

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Nemendur í grunnnámi Fjallamennskunáms FAS lögðu leið sína norður í land til Dalvíkur dagana 13.-18. febrúar. Markmiðið var að skíða eins og við gátum en einnig auðvitað að fara yfir helstu snjóflóðafræði á fimm dögum. Fyrirlestrar og innikennsla fóru fram í...

Fréttir frá NemFAS

Fréttir frá NemFAS

Það hefur verið nóg um að vera hjá nemendafélagi skólans undanfarið. Líkt og áður byggist félagslífið upp á klúbbastarfi þar sem nemendur skipuleggja viðburði og dagskrá. Það er góð mæting á fundi hjá nemendaráði, við náum góðum umræðum og skipuleggjum okkur vel. Í...

Fjarkennsla á morgun vegna veðurs

Fjarkennsla á morgun vegna veðurs

Eftir hádegi í dag voru viðvaranir vegna vonskuveðurs sem nú gengur yfir færðar upp á rautt stig fyrir stóran hluta landsins. Samkvæmt veðurspám verða rauðar og appelsínugular viðvaranir í gildi fyrir okkar svæði á morgun. Því er búið er að ákveða að kennsla á morgun,...