Fréttir frá NemFAS

13.feb.2025

Það hefur verið nóg um að vera hjá nemendafélagi skólans undanfarið. Líkt og áður byggist félagslífið upp á klúbbastarfi þar sem nemendur skipuleggja viðburði og dagskrá. Það er góð mæting á fundi hjá nemendaráði, við náum góðum umræðum og skipuleggjum okkur vel. Í byrjun annar var t.d viðburður í íþróttahúsinu sem gekk vel.

Núna stendur yfir vinna við að skipuleggja viðburðadagatal fyrir önnina og það er ljóst að það verður nóg um að vera. Í kvöld ætlar bíóklúbburinn að bjóða upp á bíó í Þrykkjunni og NemFAS býður þar upp á snakk og nammi. Að sjálfsögðu hvetjum við alla til að mæta þar.

Í þessari viku fundaði nemendaráð með VA og ME en ME er að skipuleggja íþróttamót sem fer fram á Egilsstöðum og hugmyndin er að nemendur FAS taki þátt í því móti. Nánari upplýsingar koma seinna.

Þá er nemendaráð á fullu að skipuleggja árshátíð sem verður fimmtudaginn, 13. mars og síðar í sama mánuði ætlar nemendaráð að vera með viðburð þegar FAS fær heimsókn frá samstarfsskólunum í Finnlandi og Noregi.

Það er því nóg um að vera hjá nemendum FAS.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...