Eftir hádegi í dag voru viðvaranir vegna vonskuveðurs sem nú gengur yfir færðar upp á rautt stig fyrir stóran hluta landsins. Samkvæmt veðurspám verða rauðar og appelsínugular viðvaranir í gildi fyrir okkar svæði á morgun.
Því er búið er að ákveða að kennsla á morgun, fimmtudag verði fjarkennsla. Kennarar munu senda póst til sinna nemenda með fundarboði og nánari upplýsingum ef þurfa þykir.