ForestWell kynnt á Nýheimadegi

31.jan.2025

Nýheimadagurinn var haldinn 30. janúar þar sem stofnanir Nýheima kynntu starfsemi sína.

FAS tók þátt í þessum degi og kynnti Hulda Laxdal Hauksdóttir skólann og þá sérstaklega eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem þar eru unnin.

Verkefnið sem var kynnt er Erasmus+ námsefnisgerðarverkefnið ForestWell sem er unnið í samstarfi við menntastofnanir og aðrar stofnanir í Danmörku, Finnlandi, Írlandi og Slóveníu. ForestWell verkefninu lýkur nú á vordögum og geta þá aðilar sem standa fyrir starfsmenntun á sviði ferðaþjónustu, heilsueflingar og samfélagslegrar uppbyggingar nýtt sér það frábæra námsefni sem finna má á heimasíðu verkefnisins Home – Forestwell

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá kynningunni og öðru starfi sem farið hefur fram í tengslum við verkefnið.

 

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...