ForestWell kynnt á Nýheimadegi

31.jan.2025

Nýheimadagurinn var haldinn 30. janúar þar sem stofnanir Nýheima kynntu starfsemi sína.

FAS tók þátt í þessum degi og kynnti Hulda Laxdal Hauksdóttir skólann og þá sérstaklega eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem þar eru unnin.

Verkefnið sem var kynnt er Erasmus+ námsefnisgerðarverkefnið ForestWell sem er unnið í samstarfi við menntastofnanir og aðrar stofnanir í Danmörku, Finnlandi, Írlandi og Slóveníu. ForestWell verkefninu lýkur nú á vordögum og geta þá aðilar sem standa fyrir starfsmenntun á sviði ferðaþjónustu, heilsueflingar og samfélagslegrar uppbyggingar nýtt sér það frábæra námsefni sem finna má á heimasíðu verkefnisins Home – Forestwell

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá kynningunni og öðru starfi sem farið hefur fram í tengslum við verkefnið.

 

Aðrar fréttir

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...