Nýheimadagurinn var haldinn 30. janúar þar sem stofnanir Nýheima kynntu starfsemi sína.
FAS tók þátt í þessum degi og kynnti Hulda Laxdal Hauksdóttir skólann og þá sérstaklega eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem þar eru unnin.
Verkefnið sem var kynnt er Erasmus+ námsefnisgerðarverkefnið ForestWell sem er unnið í samstarfi við menntastofnanir og aðrar stofnanir í Danmörku, Finnlandi, Írlandi og Slóveníu. ForestWell verkefninu lýkur nú á vordögum og geta þá aðilar sem standa fyrir starfsmenntun á sviði ferðaþjónustu, heilsueflingar og samfélagslegrar uppbyggingar nýtt sér það frábæra námsefni sem finna má á heimasíðu verkefnisins Home – Forestwell
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá kynningunni og öðru starfi sem farið hefur fram í tengslum við verkefnið.