Afreksíþróttasvið FAS í fræðandi og skemmtilegri heimsókn til Reykjavíkur

08.apr.2025

Dagana 24. og 25. mars fór afreksíþróttasvið FAS í fræðandi og skemmtilega ferð til Reykjavíkur. Lagt var af stað frá skólanum eftir hádegismat á mánudegi og fyrsta stopp var í Smáralind áður en haldið var í Keiluhöllina, þar sem hópurinn spreytti sig í keilu og gæddi sér á dýrindis pizzum. Kvöldið var svo nýtt til hvíldar fyrir viðburðaríkan dag daginn eftir.
Á þriðjudagsmorgni hófst dagskráin með heimsókn í Rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Þar tók Milos Petrovic á móti hópnum og kynnti fjölbreytt tæki og búnað sem notaður er við rannsóknir á líkamlegri getu. Nemendur fengu meðal annars að prófa tæki sem mæla viðbragðstíma, stökkhæfni og gripstyrk – og vöktu tækin mikla lukku.
Eftir heimsóknina í HÍ var haldið yfir í höfuðstöðvar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Þar fengu nemendur innsýn í starfsemi og hlutverk ÍSÍ, ásamt kynningu á afrekssviði og afreksmiðstöð sambandsins. Kynningarnar vöktu áhuga nemenda og veittu þeim betri skilning á uppbyggingu og stuðningi við afreksíþróttafólk á Íslandi. Að lokinni heimsókn í ÍSÍ var snæddur hádegismatur áður en hópurinn lagði af stað heim á leið, fullur af nýrri þekkingu og góðum minningum.

Við þökkum kærlega öllum þeim sem tóku á móti hópnum fyrir hlýlegar móttökur og fróðlega kynningu.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...