Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the modern-events-calendar-lite domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121

Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the google-analytics-dashboard-for-wp domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Afreksíþróttasvið FAS í fræðandi og skemmtilegri heimsókn til Reykjavíkur | FAS

Afreksíþróttasvið FAS í fræðandi og skemmtilegri heimsókn til Reykjavíkur

08.apr.2025

Dagana 24. og 25. mars fór afreksíþróttasvið FAS í fræðandi og skemmtilega ferð til Reykjavíkur. Lagt var af stað frá skólanum eftir hádegismat á mánudegi og fyrsta stopp var í Smáralind áður en haldið var í Keiluhöllina, þar sem hópurinn spreytti sig í keilu og gæddi sér á dýrindis pizzum. Kvöldið var svo nýtt til hvíldar fyrir viðburðaríkan dag daginn eftir.
Á þriðjudagsmorgni hófst dagskráin með heimsókn í Rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Þar tók Milos Petrovic á móti hópnum og kynnti fjölbreytt tæki og búnað sem notaður er við rannsóknir á líkamlegri getu. Nemendur fengu meðal annars að prófa tæki sem mæla viðbragðstíma, stökkhæfni og gripstyrk – og vöktu tækin mikla lukku.
Eftir heimsóknina í HÍ var haldið yfir í höfuðstöðvar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Þar fengu nemendur innsýn í starfsemi og hlutverk ÍSÍ, ásamt kynningu á afrekssviði og afreksmiðstöð sambandsins. Kynningarnar vöktu áhuga nemenda og veittu þeim betri skilning á uppbyggingu og stuðningi við afreksíþróttafólk á Íslandi. Að lokinni heimsókn í ÍSÍ var snæddur hádegismatur áður en hópurinn lagði af stað heim á leið, fullur af nýrri þekkingu og góðum minningum.

Við þökkum kærlega öllum þeim sem tóku á móti hópnum fyrir hlýlegar móttökur og fróðlega kynningu.

Aðrar fréttir

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...

Mikið um að vera í FAS

Mikið um að vera í FAS

Í þessari viku er margt um manninn í FAS en hér eru nemendur í heimsókn frá Finnlandi og Noregi. Þetta eru nemendur sem taka þátt í Nordplus samstarfsverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir. Allir þrír skólarnir í verkefninu eiga það sameiginlegt að vera í...