Mikið um að vera í FAS

01.apr.2025

Í þessari viku er margt um manninn í FAS en hér eru nemendur í heimsókn frá Finnlandi og Noregi. Þetta eru nemendur sem taka þátt í Nordplus samstarfsverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir. Allir þrír skólarnir í verkefninu eiga það sameiginlegt að vera í fremur fámennum samfélögum en búa jafnframt yfir miklum möguleikum til að vera blómstrandi samfélög.

Hópurinn kom til landsins á laugardag og austur á Höfn á sunnudag. Á leiðinni var stoppað á nokkrum þekktum áningarstöðum. Í gær og í dag hafa nemendurnir fengið nokkrar kynningar sem tengjast verkefnum áfangans og einnig var farið í heimsókn í Skinney-Þinganes í gær til að fræðast um starfsemina og skoða fyrirtækið.

Núna er hafin hópavinna þar sem nemendur vinna ýmis verkefni sem tengjast svæðunum og þeim tækifærum sem þar eru. Hópurinn dvelur á Höfn fram yfir hádegi á fimmtudag en heldur því áleiðis til Keflavíkur þar sem gist er síðustu nóttina á Íslandi. Nánar er hægt að fylgjast með verkefnum hópsins á https://nr.fas.is/ – meðfylgjandi mynd var tekin á þaki Skaftafellsstofu en hópurinn kom þar við á leiðinni austur og fékk að snæða nestið sitt.

Aðrar fréttir

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðanámskeið framhaldshópsins í fjallamennskunámi FAS var haldið á Dalvík, 21.-26. febrúar. Eins og fram hefur komið hafa snjóaðstæður á landinu verið heldur fátæklegar og snjóalög erfið. Því var meiri áhersla lögð á leiðsögn, undirbúning, veður og skipulag á...

Hárið frumsýnt á laugardag

Hárið frumsýnt á laugardag

Söngleikurinn Hárið verður frumsýndur í Mánagarði næstkomandi laugardag undir leikstjórn Svandísar Dóru Einarsdóttur. Samstarf á milli Leikfélags Hornafjarðar og FAS á sér langa sögu og í gegnum tíðina hafa fjölmargir nemendur tekið þátt í uppfærslum. Þeir nemendur...

Grunnur í fjallaskíðamennsku

Grunnur í fjallaskíðamennsku

Veturinn hefur verið á undanhaldi þetta árið en lét þó sjá sig þá daga sem fjallaskíðanámskeiðið var haldið og nemendur fengu góðan snjó flesta dagana en það námskeið var haldið 7.-10. mars 2025. Þó að snjóþekjan væri ansi þunn í neðri hluta fjalla þá var hægt að...