Mikið um að vera í FAS

01.apr.2025

Í þessari viku er margt um manninn í FAS en hér eru nemendur í heimsókn frá Finnlandi og Noregi. Þetta eru nemendur sem taka þátt í Nordplus samstarfsverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir. Allir þrír skólarnir í verkefninu eiga það sameiginlegt að vera í fremur fámennum samfélögum en búa jafnframt yfir miklum möguleikum til að vera blómstrandi samfélög.

Hópurinn kom til landsins á laugardag og austur á Höfn á sunnudag. Á leiðinni var stoppað á nokkrum þekktum áningarstöðum. Í gær og í dag hafa nemendurnir fengið nokkrar kynningar sem tengjast verkefnum áfangans og einnig var farið í heimsókn í Skinney-Þinganes í gær til að fræðast um starfsemina og skoða fyrirtækið.

Núna er hafin hópavinna þar sem nemendur vinna ýmis verkefni sem tengjast svæðunum og þeim tækifærum sem þar eru. Hópurinn dvelur á Höfn fram yfir hádegi á fimmtudag en heldur því áleiðis til Keflavíkur þar sem gist er síðustu nóttina á Íslandi. Nánar er hægt að fylgjast með verkefnum hópsins á https://nr.fas.is/ – meðfylgjandi mynd var tekin á þaki Skaftafellsstofu en hópurinn kom þar við á leiðinni austur og fékk að snæða nestið sitt.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...