Skyndihjálparnámskeið hjá fjallamennskunemendum

28.nóv.2024

Síðasta áfanganum hjá öðru árinu í fjallamennskunámi FAS lauk núna í lok nóvember. Áfanginn sem var kenndur á Höfn kallast Fyrsta hjálp í óbyggðum og er 8 daga fagnámskeið í fyrstu hjálp sem býr nemendur undir það að geta metið og sinnt bráðum tilfellum í óbyggðum og tekið ákvörðun um hvort um neyðarflutning sé að ræða.

Áfanginn er byggður upp af verklegum tilfellaæfingum, vinnustofum og fræðilegri kennslu. Að loknum áfanganum fengu nemendur heimild til að beita ákveðnum vinnureglum í óbyggðarsamhengi eins og að setja fólk aftur í axlarlið, hreinsa sár, bregðast við bráðaofnæmi og alvarlegu astmakasti með lyfjagjöf.

Kennslan fór bæði fram inni í kennslustofunni á Höfn og nágrenni en einnig var farin vettvangsferð í Hvanngil í Lóni þar sem reynt var á hæfni nemenda til að kljást við fjölbreytt verkefni eins og beinbrot og bráð veikindi en sögusvið æfingar var háfjallaskíðaferð. Nemendur enduðu áfangann á skriflegu og verklegu prófi sem allir stóðust með prýði.

Kennarar í áfanganum voru: Gunnar Agnar Vilhjálmsson og Tómas Eldjárn Vilhjálmsson.

Aðrar fréttir

Afreksíþróttasvið FAS á fleygiferð með nýjar áherslur

Afreksíþróttasvið FAS á fleygiferð með nýjar áherslur

Afreksíþróttasvið Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) hefur farið vel af stað eftir breytingar sem tóku gildi í upphafi skólaársins. Með nýju fyrirkomulagi hefur verið lögð rík áhersla á að efla nemendur með fjölbreyttum æfingum og fræðslu sem styðja við...

Styttist í lok annar

Styttist í lok annar

Undanfarna daga og vikur höfum við sífellt verið minnt á að það sé farið að styttast til jóla. Á sama tíma sjáum við að margir eru farnir að skreyta hús sín bæði að innan og utan með marglitum ljósum. Það er notalegt þegar daginn er tekið að stytta að hafa ljósin sem...

Nám í landvörslu við FAS

Nám í landvörslu við FAS

Í síðustu viku sögðum við frá því að það hefði náðst samkomulag um að halda áfram námi í fjallamennsku út skólaárið og fögnum við þeim áfanga. Á næstu vorönn verður í boði í fjallanáminu valáfangi sem heitir „Landvarsla“. FAS fékk fyrir stuttu staðfest leyfi...