Skuggakosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði

27.nóv.2024

Það hefur líklegast ekki farið fram hjá mörgum að um næstu helgi á að kjósa til Alþingis. Allir þeir sem eru orðnir 18 ára og hafa íslenskt ríkisfang mega kjósa. Margir væntanlegir kjósendur eru þó farnir að velta fyrir sér hvar þeirra pólitísku áherslur liggi og myndu kjósa ef þeir mættu. Til að bregðast við þessu hefur nokkrum sinnum verið efnt til svonefndra skuggakosninga þar sem krakkar sem eru fæddir á bilinu 2006 – 2011 fá að kjósa.

Í dag stóðu fulltrúar í ungmennaráði sveitarfélagsins fyrir kynningarfundi í Nýheimum og var fundurinn fyrir nemendur í 8.  – 10. bekk grunnskólans og nemendur FAS. Þar mættu ýmist frambjóðendur eða fulltrúar flestra þeirra framboða sem bjóða fram til Alþingis að þessu sinni. Hvert framboð fékk 2 mínútur til að kynna sín helstu stefnumál og í lokin gafst fundargestum tækifæri til að spyrja spurninga. Fulltrúar framboða voru ýmist í sal eða á fjarfundi í Teams.

Skuggakosningarnar verða haldnar 28. og 29. nóvember og kjörstaðir verða þrír í sveitarfélaginu; þ.e. í Heppuskóla, FAS og í Þrykkjunni. Það eru fulltrúar ungmennaráðs sem sjá um framkvæmd kosninganna. Að sjálfsögðu hvetjum við alla nemendur til að kynna sér stefnumál flokkanna og kjósa í kjölfarið. Það verður spennandi að sjá úrslit skuggakosninganna.

Aðrar fréttir

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...

Opnir dagar í næstu viku

Opnir dagar í næstu viku

Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað...