Fréttir af fjallamennskunámi FAS

12.nóv.2024

Síðustu vikur og mánuði hefur mikið verið í gangi varðandi fjallamennskunámið í FAS. Í upphafi skólaárs var staðan sú að námið var tryggt fram að áramótum en framhaldið óljóst. Mikil vinna hefur átt sér stað undanfarið sem margir hafa komið að, ekki síst fulltrúar sveitarfélagsins. Fyrsta markmiðið í þeirri vinnu var að hægt yrði að ljúka yfirstandandi skólaári með útskrift. Annað markmið og ekki síðra er að finna náminu farveg til lengri tíma þar sem hægt er að tryggja að námið verði áfram undir hatti Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu.

Í síðustu viku bárust þau ánægjulegu tíðindi að það hefur verið gengið frá því að fjallamennskunámið heldur áfram á næstu vorönn og þeir nemendur sem hófu námið í haust munu útskrifast.

Framundan er vinna til að tryggja náminu farveg til framtíðar. Sú vinna byggir á því mikla og góða starfi sem kennarar námsins hafa unnið og mótað til að koma sem best til móts við þarfir og öryggi ferðamanna í krefjandi umhverfi.

Við þökkum öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn til að tryggja námið á þessu skólaári og vonumst eftir áframhaldandi stuðningi til að halda náminu til framtíðar innan FAS.

Aðrar fréttir

Lesið í landið

Lesið í landið

Það hefur lengi verið lögð áhersla á ýmis konar náttúruskoðun í FAS. Í marga áratugi var sérstaklega fylgst með skriðjöklum og reynt að mæla hvort þeir væru að ganga fram eða hopa. Flestar ferðirnar með nemendur voru að Heinabergsjökli. Þá var mæld fjarlægð frá...

Rafræn lokaráðstefna í ForestWell

Rafræn lokaráðstefna í ForestWell

Rafræn ráðstefna ForestWell verkefnisins sem FAS er þátttakandi í verður haldin fimmtudaginn 7. nóvember kl. 11:00 – 12:30. Á ráðstefnunni verður fjallað um opið aðgengi að rafrænu námsefni, ferðaþjónustu, heilsueflingu og síðast en ekki síst skóga. Ráðstefnan er...

Vel heppnaðir vísindadagar

Vel heppnaðir vísindadagar

Vísindadagar að þessu sinni heppnuðust ljómandi vel. Við höfum áður sagt frá því að þeir tengist verkefninu HeimaHöfn sem er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Nemendur unnu í smærri hópum að því að kynna sér ýmsar...