Nám í landvörslu við FAS

20.nóv.2024

Í síðustu viku sögðum við frá því að það hefði náðst samkomulag um að halda áfram námi í fjallamennsku út skólaárið og fögnum við þeim áfanga.

Á næstu vorönn verður í boði í fjallanáminu valáfangi sem heitir „Landvarsla“. FAS fékk fyrir stuttu staðfest leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Umgjörð námsins verður með svipuðu sniði og hjá Umhverfisstofnun og þeir sem ljúka náminu öðlast starfsréttindi sem landverðir. Staðsetning skólans er mikilvæg fyrir námið, ekki síst nábýlið við Vatnajökulsþjóðgarð sem er hluti af „kennslustofu“ fjallamennskunámsins.

Nemendur í framhaldsnámi í fjallamennskunámi FAS ganga fyrir þegar kemur að innritun en allir þeir sem eru orðnir 18 ára geta sótt um námið. Umsjón með landvörslunáminu er í höndum Írisar Ragnarsdóttur Pedersen kennari í fjallamennskunámi FAS og hún mun veita nánari upplýsingar um námið fyrir þá sem vilja. Íris hefur netfangið irispedersen@fas.is.

Aðrar fréttir

Lesið í landið

Lesið í landið

Það hefur lengi verið lögð áhersla á ýmis konar náttúruskoðun í FAS. Í marga áratugi var sérstaklega fylgst með skriðjöklum og reynt að mæla hvort þeir væru að ganga fram eða hopa. Flestar ferðirnar með nemendur voru að Heinabergsjökli. Þá var mæld fjarlægð frá...

Rafræn lokaráðstefna í ForestWell

Rafræn lokaráðstefna í ForestWell

Rafræn ráðstefna ForestWell verkefnisins sem FAS er þátttakandi í verður haldin fimmtudaginn 7. nóvember kl. 11:00 – 12:30. Á ráðstefnunni verður fjallað um opið aðgengi að rafrænu námsefni, ferðaþjónustu, heilsueflingu og síðast en ekki síst skóga. Ráðstefnan er...

Vel heppnaðir vísindadagar

Vel heppnaðir vísindadagar

Vísindadagar að þessu sinni heppnuðust ljómandi vel. Við höfum áður sagt frá því að þeir tengist verkefninu HeimaHöfn sem er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Nemendur unnu í smærri hópum að því að kynna sér ýmsar...