Nám í landvörslu við FAS

20.nóv.2024

Í síðustu viku sögðum við frá því að það hefði náðst samkomulag um að halda áfram námi í fjallamennsku út skólaárið og fögnum við þeim áfanga.

Á næstu vorönn verður í boði í fjallanáminu valáfangi sem heitir „Landvarsla“. FAS fékk fyrir stuttu staðfest leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Umgjörð námsins verður með svipuðu sniði og hjá Umhverfisstofnun og þeir sem ljúka náminu öðlast starfsréttindi sem landverðir. Staðsetning skólans er mikilvæg fyrir námið, ekki síst nábýlið við Vatnajökulsþjóðgarð sem er hluti af „kennslustofu“ fjallamennskunámsins.

Nemendur í framhaldsnámi í fjallamennskunámi FAS ganga fyrir þegar kemur að innritun en allir þeir sem eru orðnir 18 ára geta sótt um námið. Umsjón með landvörslunáminu er í höndum Írisar Ragnarsdóttur Pedersen kennari í fjallamennskunámi FAS og hún mun veita nánari upplýsingar um námið fyrir þá sem vilja. Íris hefur netfangið irispedersen@fas.is.

Aðrar fréttir

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...

Skyndihjálparnámskeið hjá fjallamennskunemendum

Skyndihjálparnámskeið hjá fjallamennskunemendum

Síðasta áfanganum hjá öðru árinu í fjallamennskunámi FAS lauk núna í lok nóvember. Áfanginn sem var kenndur á Höfn kallast Fyrsta hjálp í óbyggðum og er 8 daga fagnámskeið í fyrstu hjálp sem býr nemendur undir það að geta metið og sinnt bráðum tilfellum í óbyggðum og...