Í morgun hófust vísindadagar í FAS en þá leggst hefðbundin kennsla af í þrjá daga og nemendur fást við önnur verkefni. Vinnan núna er framhald á verkefninu HeimaHöfn en það er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Það verkefni hófst í upphafi skólaárs og felur í sér náið samstarf með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu.
Vísindadagar núna tengjast stofnunum Nýheima og starfsstöðvum ráðhússins. Nemendur eiga að kynnast þeim störfum sem unnin eru dags daglega, hvaða menntun starfsfólk þarf að hafa til að sinna vinnunni og hvaða máli starfið skiptir fyrir bæði viðkomandi stofnun og samfélagið. Vinnan á vísindadögum núna er það sem oft er kallað þverfagleg, en þá er á sama tíma verið að nýta ólíkar greinar til að ná sama markmiði. Vinnan á þennan hátt hefur verið kölluð STEAM sem er alþjóðleg skammstöfun og stendur fyrir fræðagreinar á sviði verkfræði, stærðfræði, lista, raunvísinda og náttúruvísinda.
Nemendur eiga í litlum hópum að afla sér þekkingar um þá stofnun eða starfsstöð sem þeir völdu. Á morgun, þriðjudag gefst nemendur kostur á að heimsækja starfstöðina og afla frekari upplýsinga. Í framhaldinu búa nemendur svo til stutt myndband sem ætlunin er að sýna í lok vísindadaga.
Það verður spennandi að sjá afrakstur vinnunnar í lok vísindadaga.