Vísindadagar í FAS

28.okt.2024

Í morgun hófust vísindadagar í FAS en þá leggst hefðbundin kennsla af í þrjá daga og nemendur fást við önnur verkefni. Vinnan núna er framhald á verkefninu HeimaHöfn en það er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Það verkefni hófst í upphafi skólaárs og felur í sér náið samstarf með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu.

Vísindadagar núna tengjast stofnunum Nýheima og starfsstöðvum ráðhússins. Nemendur eiga að kynnast þeim störfum sem unnin eru dags daglega, hvaða menntun starfsfólk þarf að hafa til að sinna vinnunni og hvaða máli starfið skiptir fyrir bæði viðkomandi stofnun og samfélagið. Vinnan á vísindadögum núna er það sem oft er kallað þverfagleg, en þá er á sama tíma verið að nýta ólíkar greinar til að ná sama markmiði. Vinnan á þennan hátt hefur verið kölluð STEAM sem  er alþjóðleg skammstöfun og stendur fyrir fræðagreinar á sviði verkfræði, stærðfræði, lista, raunvísinda og náttúruvísinda.

Nemendur eiga í litlum hópum að afla sér þekkingar um þá stofnun eða starfsstöð sem þeir völdu. Á morgun, þriðjudag gefst nemendur kostur á að heimsækja starfstöðina og afla frekari upplýsinga. Í framhaldinu búa nemendur svo til stutt myndband sem ætlunin er að sýna í lok vísindadaga.

Það verður spennandi að sjá afrakstur vinnunnar í lok vísindadaga.

 

 

Aðrar fréttir

Fréttir frá Vaala

Fréttir frá Vaala

Það hefur verið mikið um að vera hjá hópnum sem lagði af stað til Finnlands síðasta föstudag. Við komum á áfangastað á laugardagskvöldi og nemendur fóru þá til gestafjölskyldna sinna. Norðmennirnir í verkefninu komu svo til Vaala á sunnudagskvöldið. Þegar allir eru...

Á leið til Finnlands

Á leið til Finnlands

Um hádegisbil í dag lagði af stað hópur nemenda ásamt tveimur kennurum áleiðis til Vaala í Finnlandi. Þessi heimsókn er hluti af Nordplus Junior verkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra. Auk Finnlands og Íslands taka nemendur frá Noregi þátt í...

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...