Vel heppnaðir vísindadagar

31.okt.2024

Vísindadagar að þessu sinni heppnuðust ljómandi vel. Við höfum áður sagt frá því að þeir tengist verkefninu HeimaHöfn sem er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Nemendur unnu í smærri hópum að því að kynna sér ýmsar starfsstöðvar í Nýheimum og ráðhúsi. Í byrjun vikunnar þurfti hver hópur að afla sér upplýsinga um sína starfsstöð og búa til spurningar til að fá að vita enn meira. Á þriðjudag tóku nemendur viðtöl sem þeir tóku upp á símana sína. Í framhaldinu bjó hver hópur til stutt myndband sem er ætlað að gefa góða yfirsýn yfir viðkomandi stofnun eða starfsstöð. Lögð var áhersla á hóparnir mynda afla sér upplýsinga um hvernig unnið er á þverfaglegan hátt þar sem á sama tíma er verið að nýta ólíkar greinar til að ná sama markmiði. Þess háttar vinnan er kölluð STEAM sem stendur fyrir fræðagreinar á sviði verkfræði, stærðfræði, lista, raunvísinda og náttúruvísinda.

Í lok vísindadaga í gær voru myndböndin sýnd. Hver hópur þurfti einnig að skoða hvernig STEAM tengist í vinnu hverrar starfsstöðvar. Það var gaman að sjá skemmtileg myndbönd hjá hópunum og greinilegt krakkarnir höfðu lært margt nýtt í þessari viku.

Aðrar fréttir

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...