Námsefni í Forestwell prufukeyrt

24.okt.2024

Nemendur og kennarar í FAS prufukeyrðu námsefni Forestwell verkefnisins í vikunni. Þátttakendur voru tólf og fengu þeir stutta kynningu á verkefninu, tilgangi þess og afurðum. Þátttakendur kynntu sér heimasíðuna og námsumhverfið þar, m.a. AR umhverfið (Augmented Reality – viðbættur veruleiki) og fóru í „skógarferð“ innan skólans í símanum sínum.  Þátttakendur voru einnig upplýstir um það til hvers væri ætlast af þeim með þátttöku sinni í prufukeyrslunni. Lögð var áhersla á að þátttakendur rýndu til gagns og myndu koma á framfæri því sem þeir teldu að betur mætti fara varðandi heimasíðuna og námsefnið þegar kæmi að því að svara könnuninni. Þátttaka í könnuninni var góð og komu þar fram gagnlegir þættir sem nýtast munu til að bæta framsetningu námsefnisins.

Næstu skref í ForestWell verkefninu verður rafræn ráðstefna sem haldin verður 7. nóvember n.k.  Þar verður verkefnið kynnt fyrir bæði tengslaneti verkefnisins og öðrum áhugasömum þátttakendum. Þar verður einnig leitað eftir áliti þátttakenda á verefninu í umræðuformi og með stuttri könnun. Nánari upplýsingar varðandi ráðstefnuna fara í loftið á næstu dögum. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar farið var í ,,skógarferð“ í símunum í gegnum forritið.

 

Aðrar fréttir

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...

Opnir dagar í næstu viku

Opnir dagar í næstu viku

Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað...