Nemendur og kennarar í FAS prufukeyrðu námsefni Forestwell verkefnisins í vikunni. Þátttakendur voru tólf og fengu þeir stutta kynningu á verkefninu, tilgangi þess og afurðum. Þátttakendur kynntu sér heimasíðuna og námsumhverfið þar, m.a. AR umhverfið (Augmented Reality – viðbættur veruleiki) og fóru í „skógarferð“ innan skólans í símanum sínum. Þátttakendur voru einnig upplýstir um það til hvers væri ætlast af þeim með þátttöku sinni í prufukeyrslunni. Lögð var áhersla á að þátttakendur rýndu til gagns og myndu koma á framfæri því sem þeir teldu að betur mætti fara varðandi heimasíðuna og námsefnið þegar kæmi að því að svara könnuninni. Þátttaka í könnuninni var góð og komu þar fram gagnlegir þættir sem nýtast munu til að bæta framsetningu námsefnisins.
Næstu skref í ForestWell verkefninu verður rafræn ráðstefna sem haldin verður 7. nóvember n.k. Þar verður verkefnið kynnt fyrir bæði tengslaneti verkefnisins og öðrum áhugasömum þátttakendum. Þar verður einnig leitað eftir áliti þátttakenda á verefninu í umræðuformi og með stuttri könnun. Nánari upplýsingar varðandi ráðstefnuna fara í loftið á næstu dögum. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar farið var í ,,skógarferð“ í símunum í gegnum forritið.