Námsefni í Forestwell prufukeyrt

24.okt.2024

Nemendur og kennarar í FAS prufukeyrðu námsefni Forestwell verkefnisins í vikunni. Þátttakendur voru tólf og fengu þeir stutta kynningu á verkefninu, tilgangi þess og afurðum. Þátttakendur kynntu sér heimasíðuna og námsumhverfið þar, m.a. AR umhverfið (Augmented Reality – viðbættur veruleiki) og fóru í „skógarferð“ innan skólans í símanum sínum.  Þátttakendur voru einnig upplýstir um það til hvers væri ætlast af þeim með þátttöku sinni í prufukeyrslunni. Lögð var áhersla á að þátttakendur rýndu til gagns og myndu koma á framfæri því sem þeir teldu að betur mætti fara varðandi heimasíðuna og námsefnið þegar kæmi að því að svara könnuninni. Þátttaka í könnuninni var góð og komu þar fram gagnlegir þættir sem nýtast munu til að bæta framsetningu námsefnisins.

Næstu skref í ForestWell verkefninu verður rafræn ráðstefna sem haldin verður 7. nóvember n.k.  Þar verður verkefnið kynnt fyrir bæði tengslaneti verkefnisins og öðrum áhugasömum þátttakendum. Þar verður einnig leitað eftir áliti þátttakenda á verefninu í umræðuformi og með stuttri könnun. Nánari upplýsingar varðandi ráðstefnuna fara í loftið á næstu dögum. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar farið var í ,,skógarferð“ í símunum í gegnum forritið.

 

Aðrar fréttir

Fréttir frá Vaala

Fréttir frá Vaala

Það hefur verið mikið um að vera hjá hópnum sem lagði af stað til Finnlands síðasta föstudag. Við komum á áfangastað á laugardagskvöldi og nemendur fóru þá til gestafjölskyldna sinna. Norðmennirnir í verkefninu komu svo til Vaala á sunnudagskvöldið. Þegar allir eru...

Á leið til Finnlands

Á leið til Finnlands

Um hádegisbil í dag lagði af stað hópur nemenda ásamt tveimur kennurum áleiðis til Vaala í Finnlandi. Þessi heimsókn er hluti af Nordplus Junior verkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra. Auk Finnlands og Íslands taka nemendur frá Noregi þátt í...

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...