Fréttir frá Vaala

17.okt.2024

Það hefur verið mikið um að vera hjá hópnum sem lagði af stað til Finnlands síðasta föstudag. Við komum á áfangastað á laugardagskvöldi og nemendur fóru þá til gestafjölskyldna sinna. Norðmennirnir í verkefninu komu svo til Vaala á sunnudagskvöldið. Þegar allir eru komnir saman telur hópurinn um 40 manns.

Dagskrá hófst strax á mánudagsmorgni þar sem nemendur kynntu sín þátttökulönd, skoðuðu skólann og hófu hópavinnuna. Það er verið að fjalla um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra í verkefninu og við förum á nokkra staði á meðan á heimsókninni stendur til að fræðast um auðlindir í Finnlandi. Fyrsta daginn heimsóttum við stórt kúabú þar sem sjálfbærni og lágt vistspor er haft að leiðarljósi. Á þriðjudag fengum við fræðslu um sveitarfélagið og mikilvægi sveitarfélaga í því að vernda náttúrulegar auðlindir í umhverfinu. Þá fengum við fyrirlestur í gegnum netið um orkuöflun í Finnlandi, þar á meðal kjarnorku. Miðvikudeginum eyddum við í Rokua jarðvanginum þar sem við fræddumst um grunnvatn á svæðinu og hvernig það hreinsast í gegnum jarðlög á löngum tíma. Fyrri hluti fimmtudags var notaður til að rölta um Vaala og fræðast um svæðið. Þar var m.a. komið við hjá vatnsaflsvirkjun sem framleiðir rafmagn fyrir svæðið.

Þegar þessi frétt fer í loftið eru nemendahóparnir að leggja lokahönd á verkefnavinnuna og síðar í dag verður afrakstur vinnunnar kynntur. Þá lýkur formlegri dagskrá að þessu sinni. Hóparnir hittast svo aftur á Íslandi næsta vor.

Á morgun á hópurinn langa ferð fyrir höndum. Íslenski hópurinn leggur af stað fyrir hádegi og ef allt fer samkvæmt áætlun ættum við að koma heim á Höfn á miðnætti annað kvöld. Meðfylgjandi mynd var tekin í heimsókn á kúabúið á mánudag.

Aðrar fréttir

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...

Rötun og útivist

Rötun og útivist

Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og...

Íþróttavika Evrópu

Íþróttavika Evrópu

FAS hefur í mörg ár verið þátttakandi í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli og fjallar reglulega um margt sem stuðlar að betri heilsu og vellíðan. Frá árinu 2016 hefur sveitarfélagið okkar verið heilsueflandi og gerir á sama hátt margt til að bæta heilsu og...