Um hádegisbil í dag lagði af stað hópur nemenda ásamt tveimur kennurum áleiðis til Vaala í Finnlandi. Þessi heimsókn er hluti af Nordplus Junior verkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra. Auk Finnlands og Íslands taka nemendur frá Noregi þátt í verkefninu.
Næstu viku dvelja tæplega 40 krakkar saman í Vaala og fara bæði í nokkrar heimsóknir og vinna að ýmsum verkefnum. Auk vinnu í tengslum við verkefnið ætla hóparnir að gera ýmislegt til skemmtunar eins og að læra og spila finnskan hafnabolta og elda saman.
Nánar verður sagt frá verkefninu á vefsíðu verkefnisins https://nr.fas.is/