Stöðumat og miðannarsamtöl

08.okt.2024

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V (viðunandi árangur) og svo Ó (óviðunandi árangur). Í INNU er líka hægt að skoða yfirlit yfir mætingu nemenda.

Í þessari viku fara fram svokölluð miðannarsamtöl en þá hittir hver nemandi kennara í sínum námsgreinum. Saman fara þeir yfir stöðuna og ræða það sem vel er gert og eins ef það er eitthvað sem þarf að bæta. Þessi samtöl hafa lengi verið við lýði í FAS og hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt.

Við hvetjum bæði nemendur og foreldra til að skoða saman INNU og athuga hver staðan er. Við vitum að allir foreldrar vilja það besta fyrir sín börn og eru alltaf tilbúnir til að styrkja og styðja sitt fólk. Og þá er svo mikilvægt að tala saman.

Aðrar fréttir

Rötun og útivist

Rötun og útivist

Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og...

Íþróttavika Evrópu

Íþróttavika Evrópu

FAS hefur í mörg ár verið þátttakandi í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli og fjallar reglulega um margt sem stuðlar að betri heilsu og vellíðan. Frá árinu 2016 hefur sveitarfélagið okkar verið heilsueflandi og gerir á sama hátt margt til að bæta heilsu og...

Vel heppnuð ferð í Haukafell

Vel heppnuð ferð í Haukafell

Í dag var komið að "stóra" deginum á Íslandi í ForestWell verkefninu en það var ferð í Haukafell þar sem Skógræktarfélag Austur-Skaftafellssýslu er með svæði. Tilgangur ferðarinnar var að njóta náttúrunnar en um leið að gera gagn. Það voru nemendur í 6. og 7. bekk...