Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og tjaldbúðalíf á fjöllum.
Áfanginn gekk vel þó að hópurinn þyrfti að færa sig um stað eftir tvær nætur. Þá lá leiðin í Núpstaðaskóg þar sem gengið var í átt að Súlnatindum.
Kennarar í áfanganum voru Tómas Eldjárn, Ólafur Þór og Mike Walker.