Rötun og útivist

03.okt.2024

Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og tjaldbúðalíf á fjöllum.

Áfanginn gekk vel þó að hópurinn þyrfti að færa sig um stað eftir tvær nætur. Þá lá leiðin í Núpstaðaskóg þar sem gengið var í átt að Súlnatindum.

Kennarar í áfanganum voru Tómas Eldjárn, Ólafur Þór og Mike Walker.

Aðrar fréttir

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...

Íþróttavika Evrópu

Íþróttavika Evrópu

FAS hefur í mörg ár verið þátttakandi í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli og fjallar reglulega um margt sem stuðlar að betri heilsu og vellíðan. Frá árinu 2016 hefur sveitarfélagið okkar verið heilsueflandi og gerir á sama hátt margt til að bæta heilsu og...

Vel heppnuð ferð í Haukafell

Vel heppnuð ferð í Haukafell

Í dag var komið að "stóra" deginum á Íslandi í ForestWell verkefninu en það var ferð í Haukafell þar sem Skógræktarfélag Austur-Skaftafellssýslu er með svæði. Tilgangur ferðarinnar var að njóta náttúrunnar en um leið að gera gagn. Það voru nemendur í 6. og 7. bekk...