Íþróttavika Evrópu

25.sep.2024

FAS hefur í mörg ár verið þátttakandi í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli og fjallar reglulega um margt sem stuðlar að betri heilsu og vellíðan. Frá árinu 2016 hefur sveitarfélagið okkar verið heilsueflandi og gerir á sama hátt margt til að bæta heilsu og vellíðan íbúanna.

Dagana 23. – 30. september stendur yfir íþróttavika Evrópu og margir viðburðir í boði, bæði til að fræða og eins til að hægt sé að kynnast mismunandi íþróttagreinum.

Vinnustund í dag var helguð íþróttavikunni og fengum við fræðslu frá Margréti Láru Viðarsdóttur fyrrverandi landssliðskonu í fótbolta og Einari Erni Guðmundssyni sjúkraþjálfara. Þar var meðal annars fjallað um mikilvægi hreyfingar, réttrar næringar og slæm áhrif af neyslu orkudrykkja.

Við þökkum þeim Einari Erni og Margréti Láru kærlega fyrir komuna og mikilvægt innlegg og vonum að allir hafi haft bæði gagn og gaman af.

Aðrar fréttir

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...