Íþróttavika Evrópu

25.sep.2024

FAS hefur í mörg ár verið þátttakandi í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli og fjallar reglulega um margt sem stuðlar að betri heilsu og vellíðan. Frá árinu 2016 hefur sveitarfélagið okkar verið heilsueflandi og gerir á sama hátt margt til að bæta heilsu og vellíðan íbúanna.

Dagana 23. – 30. september stendur yfir íþróttavika Evrópu og margir viðburðir í boði, bæði til að fræða og eins til að hægt sé að kynnast mismunandi íþróttagreinum.

Vinnustund í dag var helguð íþróttavikunni og fengum við fræðslu frá Margréti Láru Viðarsdóttur fyrrverandi landssliðskonu í fótbolta og Einari Erni Guðmundssyni sjúkraþjálfara. Þar var meðal annars fjallað um mikilvægi hreyfingar, réttrar næringar og slæm áhrif af neyslu orkudrykkja.

Við þökkum þeim Einari Erni og Margréti Láru kærlega fyrir komuna og mikilvægt innlegg og vonum að allir hafi haft bæði gagn og gaman af.

Aðrar fréttir

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Síðustu vikur og mánuði hefur mikið verið í gangi varðandi fjallamennskunámið í FAS. Í upphafi skólaárs var staðan sú að námið var tryggt fram að áramótum en framhaldið óljóst. Mikil vinna hefur átt sér stað undanfarið sem margir hafa komið að, ekki síst fulltrúar...

Lesið í landið

Lesið í landið

Það hefur lengi verið lögð áhersla á ýmis konar náttúruskoðun í FAS. Í marga áratugi var sérstaklega fylgst með skriðjöklum og reynt að mæla hvort þeir væru að ganga fram eða hopa. Flestar ferðirnar með nemendur voru að Heinabergsjökli. Þá var mæld fjarlægð frá...

Rafræn lokaráðstefna í ForestWell

Rafræn lokaráðstefna í ForestWell

Rafræn ráðstefna ForestWell verkefnisins sem FAS er þátttakandi í verður haldin fimmtudaginn 7. nóvember kl. 11:00 – 12:30. Á ráðstefnunni verður fjallað um opið aðgengi að rafrænu námsefni, ferðaþjónustu, heilsueflingu og síðast en ekki síst skóga. Ráðstefnan er...