Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the modern-events-calendar-lite domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121

Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the google-analytics-dashboard-for-wp domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Vel heppnuð ferð í Haukafell | FAS

Vel heppnuð ferð í Haukafell

17.sep.2024

Í dag var komið að „stóra“ deginum á Íslandi í ForestWell verkefninu en það var ferð í Haukafell þar sem Skógræktarfélag Austur-Skaftafellssýslu er með svæði. Tilgangur ferðarinnar var að njóta náttúrunnar en um leið að gera gagn. Það voru nemendur í 6. og 7. bekk Grunnskóla Hornafjarðar og nemendur í FAS auk nokkurra kennara sem fóru í ferðina. Hulda Laxdal sem er verkefnastjóri í ForestWell verkefninu hafði yfirumsjón með því sem fram fór í Haukafelli.

Það voru tæplega 100 manns sem komu í Haukafell í tveimur rútum og í byrjun var þeim skipt í þrjá hópa sem fóru á milli stöðva. Á fyrstu stöðinni var plantað trjám, á annarri stöðinni æfðu þátttakendur sig í að njóta þess að vera í skógarumhverfi og veita því athygli sem er í nánasta umhverfi. Það var mikið líf á þriðju stöðinni þar sem boðið var upp á alls kyns sprell og leiki. Hver hópur hafði um það bil 30 mínútur á hverri stöð. Að sjálfsögðu var svo nestispása þar sem skólinn bauð upp á heitt súkkulaði en allir áttu að koma með nesti að heiman.

Þátttakendur prófuðu í lok ferðar AR- námsefni verkefnisins, en það er námsefni sem sett er fram í formi viðbætts veruleika (Augmented Reality). Lesendur geta prófað námsefnið og AR nálgunina sjálfir með því að fara inn á þessa slóð og er skemmtilegra að gera það í snjallsíma frekar en tölvu: ForestWellness (8thwall.app). Hér eru smá leiðbeiningar; Velja Launch – Leyfa notkun myndavélarinnar – Velja Go AR – Velja textann og byrja 😊

Það er skemmst frá því að segja að ferðin í dag lukkaðist afar vel og ekki spillti fyrir að veðurguðirnir voru okkur hliðhollir. Það voru settar niður 70 birkiplöntur, 24 ilmreyniplöntur, 13 reyniplöntur af mörgum mismunandi tegundum og tveir garðahlynir. Þeir voru staðsettir sitthvoru megin við minningarskjöld um Ásgrím Halldórsson en hann hafði forgöngu um það að hefja skógrækt í Haukafelli.

Það var sællegur hópur sem kom til baka á Höfn rétt fyrir hádegi og allir reynslunni ríkari. Nú er svo bara að vona að plönturnar sem voru settar niður nái að vaxa og dafna. Hér fyrir neðan fylgja nokkrar myndir úr ferðinni.

 

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...