Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the modern-events-calendar-lite domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121

Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the google-analytics-dashboard-for-wp domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
ForestWell menntaverkefnið | FAS

ForestWell menntaverkefnið

10.sep.2024

ForestWell er eitt af þeim fjölmörgu Erasmus+ menntaverkefnum sem FAS hefur tekið þátt í. Í ForestWell verkefninu er unnið er að gerð námsefnis í samstarfi menntastofnanna og fyrirtækja á sviði markaðsmála og stafrænna lausna frá Danmörku, Finnlandi, Írlandi, Íslandi og Slóveníu.

Markmið ForestWell verkefnisins er að vinna rafræna náms- og þjálfunarpakka fyrir ferðaþjónustu-, upplifunar- og heilsueflingarfyrirtæki auk menntastofnanna.

Megininntak námsefnisins er að benda á leiðir til að nýta velferðaráhrif skógar- og kjarrlendis til heilsueflingar og atvinnusköpunar annars vegar, og stuðla að velferð skóga og gróinna svæða hins vegar. Talsvert af námsefni er nú þegar komið á heimasíðu verkefnisins og eru lesendur hvattir til að líta þar inn og t.d. prófa í snjallsímum sínum að fræðast um skóga með aðferðum AR (Augmented Reality) eða viðbætts veruleika. Rétt er þó að taka það fram að heimasíðan er enn í vinnslu og því hnökra að finna hér og þar.

Samstarf þátttökuaðila verkefnisins fer að mestu fram rafrænt en þó hafa verið haldnir verkefnafundir í raunheimum í Finnlandi, Slóveníu og Írlandi. Í byrjun júní sl. hafði verið blásið til sambærilegs fundar hér á Höfn en skemmst er frá því að segja að íslenska vorið tók á móti fundargestum á frekar kaldranalegan máta og komust þeir ekki lengra en á Selfoss þar sem öllum leiðum til Hafnar hafði verið lokað vegna veðurs. Þessi fundur fór því að hluta fram á netinu og í skólastofu á Selfossi. Finnski þátttakandinn dvaldi hér á landi í nokkra daga eftir að fundinum og vinnu í tengslum við hann lauk og hefur á síðu ForestWell birt skemmtilega grein um heimsókn sína til Íslands sem lesa má hér. Myndin sem fylgir fréttinni er einmitt frá fundinum sem halda átti á Höfn.

ForestWell verkefninu lýkur á komandi vori en nú í haust verður blásið til viðburðar þar sem nemendur og starfsfólk FAS og nemendur og kennarar 6. og 7. bekkjar í Grunnskóla Hornafjarðar auk annarra áhugasamra aðila fara í Haukafell og planta þar 100 skógarplöntum og til að njóta þess góða ræktunarstarfs sem Skógræktarfélag Austur – Skaftafellssýslu hefur unnið á liðnum árum.

Viðburður þessi verður auglýstur á miðlum FAS þegar nær dregur og eru áhugasamir hvattir til að fylgjast með og taka þátt í skemmtilegum skógardegi.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...