Tíminn eftir hádegi í dag var helgaður nýnemum. Eldri nemendur voru búnir að undirbúa dagskrá sem miðaði að því allir myndu kynnast og hafa gaman saman.
Öllum nemendum var skipt í nokkra hópa og þurfti hver hópur að leysa ýmis verkefni og vinna sér um leið inn stig. Áður en hóparnir héldu af stað var boðið upp á pylsur svo allir hefðu næga orku í verkefnið fram undan. Hver hópur þurfti að fara á nokkra staði til að leysa þrautir og um leið og hver þraut var leyst þurfti að taka mynd til að hafa sönnun. Líklega hafa einhverjir séð þegar hóparnir voru á vappi um bæinn eftir hádegi.
Allir eru sammála um að vel hafi tekist til og nemendur náðu að kynnast ágætlega. Á morgun hefst svo kennsla samkvæmt stundaskrá. Í meðfylgjandi frétt má sjá nokkrar myndir og hvað hóparnir þurftu að gera.