Þessir flottu krakkar aðstoðuðu Snævarr hjá Náttúrustofu Suðausturlands í dag við að mæla jökuljaðar Fláajökuls að vestanverðu. Fín ferð en mikið oft mikið um sandbleytur. Það eru ótrúlega miklar breytingar frá því að í vor þegar við vorum þarna síðast.
Vetrarferðamennska að Fjallabaki
Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...