Dagana 28. og 29. september tóku fjögur ungmenni úr FAS og ein úr Heppuskóla ásamt umsjónarmann þátti í ráðstefnu ungmennaráða á Suðurlandi sem haldin var í Hvolnum á Hvolsvelli.
Fulltrúar FAS voru Sigrún Birna Steinarsdóttir, Hafdís Lára Sigurðardóttir, Arnar Ingi Jónsson og Ingólfur Ásgrímsson. Fulltrúi Heppuskóla var Sandra Rós Karlsdóttir. Allir þessir nemendur sitja í Ungmennaráði Hornafjarðar. Selma Hrönn Hauksdóttir Tómstundaráðsfulltrú í FAS fór með þeim sem umsjónarmaður.
Tilgangur ráðstefnunnar var að fá fulltrúa ungmennaráða á Suðurlandi saman til að bera saman stöðu þeirra í sveitarfélögum á Suðurlandi og ræða þau mál sem brenna á ungmennum í dag. Einnig til að vekja athygli sveitastjórna á að hlusta á rödd ungmenna.
Þetta er fyrsta ráðstefna þessarar tegundar sem haldin er hér á landi.
Fyrri dagurinn fór í undirbúningsvinnu og umræður milli hópanna. Síðari dagurinn var ráðstefnudagur og setti Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ráðstefnuna.
Dagskráin einkenndist af erindum frá hinum ýmsu aðilum ásamt umræðum þar sem öllum gestum var skipt upp í hópa og mismunandi mál rædd. Loks voru pallborðsumræður þar sem einstaklingar úr ýmsum áttum sátu fyrir svörum.
Sveitastjórnarmenn allra sveitarfélaga á Suðurlandi var boðið að taka þátt í ráðstefnunni ásamt nokkrum þingmönnum. Einn fulltrúi sveitarstjórnar kom frá Hornafirði.
Nemendurnir okkar tóku virkan þátt og létu í sér heyra um þau mál sem brenna á þeim og bentu á ýmislegt sem betur má fara í okkar sveitarfélagi. Þeir voru FAS og Hornafirði til sóma á ráðstefnunni og er það okkar von að svona ráðstefna verði haldin reglulega til að ungmennin geti styrkt samband sín á milli og nýtt sér tengslanet sem myndast á svona viðburði.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...