Skuggakosningar í FAS

12.okt.2016

frambodsfundurEftir að boðað var til Alþingiskosninga hóf nemandi í FAS, Sigrún Birna Steinarsdóttir, máls á því að nemendur skólans þyrftu kynningu á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum.
Það varð því úr að öllum flokkum sem bjóða sig fram í Suðurkjördæmi var boðið í FAS til að kynna sinn flokk og sína stefnu og taka þátt í pallborðsumræðum. Þetta boð mæltis vel fyrir og boðuðu allir flokkar í Suðurkjördæmi komu fulltrúa sinn á fundinn.
Í morgun var fundurinn haldinn í fyrirlestrarsal Nýheima. Vegna veðurs komust ekki allir til Hafnar en sjö flokkar áttu fulltrúa á staðnum.
Fundurinn gekk mjög vel fyrir sig og mynduðust skemmtilegar pallborðsumræður.
Ástæðan fyrir því að dagurinn í dag var valinn fyrir fundinn er sú að á morgun 13. október verða skuggakosningar í fjölmörgum framhaldsskólum landsins og er FAS þar á meðal.
Opið verður á kjörstað, í stofu 206. frá 09.00-16.00 og mun kjörstjórn sem mynduð er af nemendum, halda utan um kosningarnar.
Við hvetjum alla nemendur til að nýta sér kosningarétt sinn og kjósa á morgun.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...