Skuggakosningar í FAS

12.okt.2016

frambodsfundurEftir að boðað var til Alþingiskosninga hóf nemandi í FAS, Sigrún Birna Steinarsdóttir, máls á því að nemendur skólans þyrftu kynningu á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum.
Það varð því úr að öllum flokkum sem bjóða sig fram í Suðurkjördæmi var boðið í FAS til að kynna sinn flokk og sína stefnu og taka þátt í pallborðsumræðum. Þetta boð mæltis vel fyrir og boðuðu allir flokkar í Suðurkjördæmi komu fulltrúa sinn á fundinn.
Í morgun var fundurinn haldinn í fyrirlestrarsal Nýheima. Vegna veðurs komust ekki allir til Hafnar en sjö flokkar áttu fulltrúa á staðnum.
Fundurinn gekk mjög vel fyrir sig og mynduðust skemmtilegar pallborðsumræður.
Ástæðan fyrir því að dagurinn í dag var valinn fyrir fundinn er sú að á morgun 13. október verða skuggakosningar í fjölmörgum framhaldsskólum landsins og er FAS þar á meðal.
Opið verður á kjörstað, í stofu 206. frá 09.00-16.00 og mun kjörstjórn sem mynduð er af nemendum, halda utan um kosningarnar.
Við hvetjum alla nemendur til að nýta sér kosningarétt sinn og kjósa á morgun.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...