Skuggakosningar í FAS

12.okt.2016

frambodsfundurEftir að boðað var til Alþingiskosninga hóf nemandi í FAS, Sigrún Birna Steinarsdóttir, máls á því að nemendur skólans þyrftu kynningu á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum.
Það varð því úr að öllum flokkum sem bjóða sig fram í Suðurkjördæmi var boðið í FAS til að kynna sinn flokk og sína stefnu og taka þátt í pallborðsumræðum. Þetta boð mæltis vel fyrir og boðuðu allir flokkar í Suðurkjördæmi komu fulltrúa sinn á fundinn.
Í morgun var fundurinn haldinn í fyrirlestrarsal Nýheima. Vegna veðurs komust ekki allir til Hafnar en sjö flokkar áttu fulltrúa á staðnum.
Fundurinn gekk mjög vel fyrir sig og mynduðust skemmtilegar pallborðsumræður.
Ástæðan fyrir því að dagurinn í dag var valinn fyrir fundinn er sú að á morgun 13. október verða skuggakosningar í fjölmörgum framhaldsskólum landsins og er FAS þar á meðal.
Opið verður á kjörstað, í stofu 206. frá 09.00-16.00 og mun kjörstjórn sem mynduð er af nemendum, halda utan um kosningarnar.
Við hvetjum alla nemendur til að nýta sér kosningarétt sinn og kjósa á morgun.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...