Eftir að boðað var til Alþingiskosninga hóf nemandi í FAS, Sigrún Birna Steinarsdóttir, máls á því að nemendur skólans þyrftu kynningu á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum.
Það varð því úr að öllum flokkum sem bjóða sig fram í Suðurkjördæmi var boðið í FAS til að kynna sinn flokk og sína stefnu og taka þátt í pallborðsumræðum. Þetta boð mæltis vel fyrir og boðuðu allir flokkar í Suðurkjördæmi komu fulltrúa sinn á fundinn.
Í morgun var fundurinn haldinn í fyrirlestrarsal Nýheima. Vegna veðurs komust ekki allir til Hafnar en sjö flokkar áttu fulltrúa á staðnum.
Fundurinn gekk mjög vel fyrir sig og mynduðust skemmtilegar pallborðsumræður.
Ástæðan fyrir því að dagurinn í dag var valinn fyrir fundinn er sú að á morgun 13. október verða skuggakosningar í fjölmörgum framhaldsskólum landsins og er FAS þar á meðal.
Opið verður á kjörstað, í stofu 206. frá 09.00-16.00 og mun kjörstjórn sem mynduð er af nemendum, halda utan um kosningarnar.
Við hvetjum alla nemendur til að nýta sér kosningarétt sinn og kjósa á morgun.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...