Starfastefnumót í Nýheimum

15.sep.2016

starfastefnumotÍ dag hefur aldeilis verið líf og fjör hjá í FAS.
Þekkingasetur Nýheima hélt ásamt öðrum í húsinu Starfastefnumót þar sem fjölmörg fyrirtæki í sveitarfélaginu kynntu sig og sína starfsemi.
Allt húsið þarf undir svona stóran viðburð og FAS lagði sitt af mörkum og tókum virkan þátt í verkefninu með Þekkingarsetrinu. Kennsla var því lögð niður í dag. Nemendur hafa staðið sig með prýði við aðstoð á uppsetningu og framkvæmd enda margt sem þarf að gera og gott að hafa hraust ungmenni til aðstoðar.
Dagurinn tókst mjög vel og gaman að sjá og kynnast öllum þeim fyrirtækjunum og stofnunum sem tóku þátt. FAS var með sinn bás og kynnti starfsemi sína og námsval.
Margir gestir hafa komið í húsið í dag og kynnt sér störf hinna ýmissa fyrirtækja en þar var margt í boði og jafnvel var hægt að smakka mat.
Allir voru ljómandi ánægðir með hvernig til tókst og gaman væri að svona atburður yrði endurtekinn.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...