Starfastefnumót í Nýheimum

15.sep.2016

starfastefnumotÍ dag hefur aldeilis verið líf og fjör hjá í FAS.
Þekkingasetur Nýheima hélt ásamt öðrum í húsinu Starfastefnumót þar sem fjölmörg fyrirtæki í sveitarfélaginu kynntu sig og sína starfsemi.
Allt húsið þarf undir svona stóran viðburð og FAS lagði sitt af mörkum og tókum virkan þátt í verkefninu með Þekkingarsetrinu. Kennsla var því lögð niður í dag. Nemendur hafa staðið sig með prýði við aðstoð á uppsetningu og framkvæmd enda margt sem þarf að gera og gott að hafa hraust ungmenni til aðstoðar.
Dagurinn tókst mjög vel og gaman að sjá og kynnast öllum þeim fyrirtækjunum og stofnunum sem tóku þátt. FAS var með sinn bás og kynnti starfsemi sína og námsval.
Margir gestir hafa komið í húsið í dag og kynnt sér störf hinna ýmissa fyrirtækja en þar var margt í boði og jafnvel var hægt að smakka mat.
Allir voru ljómandi ánægðir með hvernig til tókst og gaman væri að svona atburður yrði endurtekinn.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...