Vetrarleiðangur á Vatnajökli

23.maí.2024

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga – það sem átti að vera einnar nætur stopp varð því þrjár nætur. En lítið hægt að kvarta yfir því í jarðhita-upp-hituðum skála með gufubaði og sturtu.

Eftir þetta langa stopp í Grímsvatna SPA var kominn tími til að haska sér heim á leið. Það var gert með því að fara niður á Breiðarmerkurjökul milli Mávabyggða og Esjufjalla og leggja að baki rúmlega 60km á tveimur dögum. Það er hörkuhópur sem klárar þannig verkefni!

Allt í allt frábær túr og ljúfsárt að kveðja nemendurna eftir tveggja ára samvistir á fjöllum.

 

Aðrar fréttir

ForestWell menntaverkefnið

ForestWell menntaverkefnið

ForestWell er eitt af þeim fjölmörgu Erasmus+ menntaverkefnum sem FAS hefur tekið þátt í. Í ForestWell verkefninu er unnið er að gerð námsefnis í samstarfi menntastofnanna og fyrirtækja á sviði markaðsmála og stafrænna lausna frá Danmörku, Finnlandi, Írlandi, Íslandi...

HeimaHöfn – Vinnustofur í FAS

HeimaHöfn – Vinnustofur í FAS

Það er heldur betur búið að vera líflegt í FAS í dag og margt um manninn. Í dag var haldin fyrsta vinnustofan í verkefninu HeimaHöfn en það er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Verkefnið felur í sér náið samstarf með ungu...

Burt með allt ofbeldi

Burt með allt ofbeldi

Við höfum ekki farið varhluta af umræðu um aukið ofbeldi í þjóðfélaginu síðustu daga og vikur. Það er mikilvægt að allir taki höndum saman um að sporna við öllu ofbeldi. Bleikur litur er orðinn tákn þess að ofbeldi verði aldrei samþykkt. Undanfarna daga hafa sést víðs...