Vetrarleiðangur á Vatnajökli

23.maí.2024

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga – það sem átti að vera einnar nætur stopp varð því þrjár nætur. En lítið hægt að kvarta yfir því í jarðhita-upp-hituðum skála með gufubaði og sturtu.

Eftir þetta langa stopp í Grímsvatna SPA var kominn tími til að haska sér heim á leið. Það var gert með því að fara niður á Breiðarmerkurjökul milli Mávabyggða og Esjufjalla og leggja að baki rúmlega 60km á tveimur dögum. Það er hörkuhópur sem klárar þannig verkefni!

Allt í allt frábær túr og ljúfsárt að kveðja nemendurna eftir tveggja ára samvistir á fjöllum.

 

Aðrar fréttir

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...