Vetrarleiðangur á Vatnajökli

23.maí.2024

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga – það sem átti að vera einnar nætur stopp varð því þrjár nætur. En lítið hægt að kvarta yfir því í jarðhita-upp-hituðum skála með gufubaði og sturtu.

Eftir þetta langa stopp í Grímsvatna SPA var kominn tími til að haska sér heim á leið. Það var gert með því að fara niður á Breiðarmerkurjökul milli Mávabyggða og Esjufjalla og leggja að baki rúmlega 60km á tveimur dögum. Það er hörkuhópur sem klárar þannig verkefni!

Allt í allt frábær túr og ljúfsárt að kveðja nemendurna eftir tveggja ára samvistir á fjöllum.

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Evrópusamvinnuverkefni FAS valið sem fyrirmyndarverkefni Erasmus+

Evrópusamvinnuverkefni FAS valið sem fyrirmyndarverkefni Erasmus+

FAS hefur lengi verið þátttakandi í fjölbreyttri Evrópusamvinnu bæði í formi nemendaskipta- og námsefnisgerðarverkefna. Öll hafa þessi verkefni verið unnin í anda Evrópusamstarfs þar sem áhersla er á að auka víðsýni og þekkingu þátttakenda á aðstæðum og menningu...