Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the all-in-one-wp-security-and-firewall domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS | FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

23.maí.2024

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í vetur, en krafa áfangans er að þau skipuleggi ferð þar sem er gengið á hájökli, í fjalllendi, í krefjandi landslagi rötunarlega séð og þar sem gist er í tjaldi. Áfanginn er sjö dagar og í ár ákváðu nemendur að byrja á að leggja af stað í þriggja daga ferð í Skaftafellsfjöll þar sem hópurinn gisti í tvær nætur í Kjós og gekk á Ragnarstind og Miðfellstind í jaðri Vatnajökuls. Frá tindunum fengum við útsýni yfir Vatnajökul, Öræfajökul og Skaftafellsfjöll. Við komum svo niður úr fjöllunum áður en það fór að rigna og hvessa og á rigningardegi tókum við einskonar hvíldardag og fórum á kayak á Heinabergslóni með Iceguide.

Næst skipulögðu nemendur annars vegar dagsferð á Vestari-Hnapp í Öræfajökli og hins vegar á Fláajökul frá Bólstaðafossi. Dagurinn á Hnappi gekk mjög vel og hópurinn náði toppnum. Auk þess náðu þau að hífa kennara upp úr sprungu sem ‘óvart’ datt þar ofan í. Hópurinn á Fláajökli skoðaði landslag jökulsins og setti upp ísklifur. Á síðasta degi áfangans var farið yfir hvernig á að setja upp kerfi til að tryggja sjúkling niður í börum í fjallabjörgun.

Við kennararnir í fjallamennskunáminu erum stolt að horfa á eftir þessum flotta hópi útskrifast og hlökkum til að sjá mörg þeirra aftur í haust þegar þau koma í framhaldsnámið.

Aðrar fréttir

Nám í landvörslu við FAS

Nám í landvörslu við FAS

Í síðustu viku sögðum við frá því að það hefði náðst samkomulag um að halda áfram námi í fjallamennsku út skólaárið og fögnum við þeim áfanga. Á næstu vorönn verður í boði í fjallanáminu valáfangi sem heitir „Landvarsla“. FAS fékk fyrir stuttu staðfest leyfi...

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Síðustu vikur og mánuði hefur mikið verið í gangi varðandi fjallamennskunámið í FAS. Í upphafi skólaárs var staðan sú að námið var tryggt fram að áramótum en framhaldið óljóst. Mikil vinna hefur átt sér stað undanfarið sem margir hafa komið að, ekki síst fulltrúar...

Lesið í landið

Lesið í landið

Það hefur lengi verið lögð áhersla á ýmis konar náttúruskoðun í FAS. Í marga áratugi var sérstaklega fylgst með skriðjöklum og reynt að mæla hvort þeir væru að ganga fram eða hopa. Flestar ferðirnar með nemendur voru að Heinabergsjökli. Þá var mæld fjarlægð frá...