Skráningum að ljúka í FAS

26.ágú.2016

Um 160 nemendur í um 50 áföngum eru skráðir í skólann á haustönn 2016 en skráningum og töflubreytingum líkur í dag 26. ágúst. Um 110 er í staðnámi og um 50 í fjarnámi. Fjarnemendur skrá sig bæði beint inn í FAS eða í gegnum aðra skóla Fjarmenntaskólans.
Flestir eða um 80 eru á stúdentsbrautum en um 25 eru á framhaldsskólabraut og 15 í starfsnámi; vélstjórn eða tækniteiknun. Aðrir eru í ótilgreindu námi.
Unnið er að skipulagningu fiskvinnslunáms í samvinnu við Fisktækniskólann, Fræðslunet Suðurlands, Skinney-Þinganes og Afl-Starfsgreinafélag. Námið fer af stað síðar á önninni og kemur í kjölfar raunfærnimats sem fór fram síðasta vetur.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...