Um 160 nemendur í um 50 áföngum eru skráðir í skólann á haustönn 2016 en skráningum og töflubreytingum líkur í dag 26. ágúst. Um 110 er í staðnámi og um 50 í fjarnámi. Fjarnemendur skrá sig bæði beint inn í FAS eða í gegnum aðra skóla Fjarmenntaskólans.
Flestir eða um 80 eru á stúdentsbrautum en um 25 eru á framhaldsskólabraut og 15 í starfsnámi; vélstjórn eða tækniteiknun. Aðrir eru í ótilgreindu námi.
Unnið er að skipulagningu fiskvinnslunáms í samvinnu við Fisktækniskólann, Fræðslunet Suðurlands, Skinney-Þinganes og Afl-Starfsgreinafélag. Námið fer af stað síðar á önninni og kemur í kjölfar raunfærnimats sem fór fram síðasta vetur.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...