Nýnemahátíð

26.ágú.2016

NýnemahatidÍ gærmorgun voru nýnemar formlega boðnir velkomnir í FAS.
Sú hefð sem þekktist áður fyrr að „busa“ hefur nú lagst af í flestum framhaldsskólum á landinu og höfum við í FAS tekið þátt í þeirri þróun. Nú eru nýnemar boðnir velkomnir með nýnemahátíð sem nemendafélag FAS hefur nú tekið að sér að skipuleggja.
Öllum nemendum skólans var skipt í lið og fóru þeir í ýmsa hópeflisleiki. Með þessu vildum við reyna að hrista nemendahópinn saman og gera andrúmsloftið jákvæðara.
Að leikjum loknum fengu allir nýnemar rós að gjöf frá nemendafélaginu.
Eftir herlegheitin sáu skólameistari og kennarar um að grilla hamborgara fyrir allan hópinn.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...