Nýnemahátíð

26.ágú.2016

NýnemahatidÍ gærmorgun voru nýnemar formlega boðnir velkomnir í FAS.
Sú hefð sem þekktist áður fyrr að „busa“ hefur nú lagst af í flestum framhaldsskólum á landinu og höfum við í FAS tekið þátt í þeirri þróun. Nú eru nýnemar boðnir velkomnir með nýnemahátíð sem nemendafélag FAS hefur nú tekið að sér að skipuleggja.
Öllum nemendum skólans var skipt í lið og fóru þeir í ýmsa hópeflisleiki. Með þessu vildum við reyna að hrista nemendahópinn saman og gera andrúmsloftið jákvæðara.
Að leikjum loknum fengu allir nýnemar rós að gjöf frá nemendafélaginu.
Eftir herlegheitin sáu skólameistari og kennarar um að grilla hamborgara fyrir allan hópinn.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...