Nýnemahátíð

26.ágú.2016

NýnemahatidÍ gærmorgun voru nýnemar formlega boðnir velkomnir í FAS.
Sú hefð sem þekktist áður fyrr að „busa“ hefur nú lagst af í flestum framhaldsskólum á landinu og höfum við í FAS tekið þátt í þeirri þróun. Nú eru nýnemar boðnir velkomnir með nýnemahátíð sem nemendafélag FAS hefur nú tekið að sér að skipuleggja.
Öllum nemendum skólans var skipt í lið og fóru þeir í ýmsa hópeflisleiki. Með þessu vildum við reyna að hrista nemendahópinn saman og gera andrúmsloftið jákvæðara.
Að leikjum loknum fengu allir nýnemar rós að gjöf frá nemendafélaginu.
Eftir herlegheitin sáu skólameistari og kennarar um að grilla hamborgara fyrir allan hópinn.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...