Ferð á Skeiðarársand

31.ágú.2016

Skeidararsandur1Þann 29. ágúst fóru um 30 nemendur og kennarar út á Skeiðarársand til að mæla og meta gróðurframvindu í þeim fimm reitum sem fylgst hefur verið með frá árinu 2009.
Með í för var einnig Kristín Hermannsdóttir frá Náttúrustofu Suðausturlands.
Nemendur eru nú að vinna úr mælingarniðurstöðum og skrifa skýrslur.
Þrjú tré utan reita voru einnig mæld og reyndust tvö þeirra 290 cm og eitt 260 cm. Sauðfé sást nú í fyrsta skiptið á svæðinu og einnig voru spörfuglar meira áberandi en verið hefur.
Nánari upplýsingar um niðurstöður verða birtar bráðlega.
Skeidararsandur

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...