Þann 29. ágúst fóru um 30 nemendur og kennarar út á Skeiðarársand til að mæla og meta gróðurframvindu í þeim fimm reitum sem fylgst hefur verið með frá árinu 2009.
Með í för var einnig Kristín Hermannsdóttir frá Náttúrustofu Suðausturlands.
Nemendur eru nú að vinna úr mælingarniðurstöðum og skrifa skýrslur.
Þrjú tré utan reita voru einnig mæld og reyndust tvö þeirra 290 cm og eitt 260 cm. Sauðfé sást nú í fyrsta skiptið á svæðinu og einnig voru spörfuglar meira áberandi en verið hefur.
Nánari upplýsingar um niðurstöður verða birtar bráðlega.
Vetrarferðamennska að Fjallabaki
Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...