Ferð á Skeiðarársand

31.ágú.2016

Skeidararsandur1Þann 29. ágúst fóru um 30 nemendur og kennarar út á Skeiðarársand til að mæla og meta gróðurframvindu í þeim fimm reitum sem fylgst hefur verið með frá árinu 2009.
Með í för var einnig Kristín Hermannsdóttir frá Náttúrustofu Suðausturlands.
Nemendur eru nú að vinna úr mælingarniðurstöðum og skrifa skýrslur.
Þrjú tré utan reita voru einnig mæld og reyndust tvö þeirra 290 cm og eitt 260 cm. Sauðfé sást nú í fyrsta skiptið á svæðinu og einnig voru spörfuglar meira áberandi en verið hefur.
Nánari upplýsingar um niðurstöður verða birtar bráðlega.
Skeidararsandur

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...