Skólasetning FAS

18.ágú.2016

20160818_100238Í morgun hófst skólastarf með formlegum hætti í FAS.
Eyjólfur skólameistari setti skólann og kynnti starfsemi og skipulag annarinnar.
Selma sá svo um að kynna klúbbastarfið ásamt Björk varaforseta nemendafélagsins. Nemendur skráðu sig í klúbba fyrir önnina og enduðu daginn á umsjónafundi með sínum umsjónarkennurum.
Á morgun hefst síðan kennsla samkvæmt stundaskrá.
Enn er tekið við skráningum og hvetjum við alla sem eru að hugsa um nám til að skrá sig fyrir 25. ágúst.
Námsframboð má sjá á heimasíðu skólans.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...