Skólasetning FAS

18.ágú.2016

20160818_100238Í morgun hófst skólastarf með formlegum hætti í FAS.
Eyjólfur skólameistari setti skólann og kynnti starfsemi og skipulag annarinnar.
Selma sá svo um að kynna klúbbastarfið ásamt Björk varaforseta nemendafélagsins. Nemendur skráðu sig í klúbba fyrir önnina og enduðu daginn á umsjónafundi með sínum umsjónarkennurum.
Á morgun hefst síðan kennsla samkvæmt stundaskrá.
Enn er tekið við skráningum og hvetjum við alla sem eru að hugsa um nám til að skrá sig fyrir 25. ágúst.
Námsframboð má sjá á heimasíðu skólans.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...