Skólasetning FAS

18.ágú.2016

20160818_100238Í morgun hófst skólastarf með formlegum hætti í FAS.
Eyjólfur skólameistari setti skólann og kynnti starfsemi og skipulag annarinnar.
Selma sá svo um að kynna klúbbastarfið ásamt Björk varaforseta nemendafélagsins. Nemendur skráðu sig í klúbba fyrir önnina og enduðu daginn á umsjónafundi með sínum umsjónarkennurum.
Á morgun hefst síðan kennsla samkvæmt stundaskrá.
Enn er tekið við skráningum og hvetjum við alla sem eru að hugsa um nám til að skrá sig fyrir 25. ágúst.
Námsframboð má sjá á heimasíðu skólans.

Aðrar fréttir

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu og Haus hugarþjálfun hafa gert með sér samkomulag um að nemendur á afreksíþróttasviði FAS hafi aðgang að Haus hugarþjálfunarstöð.  Þar læra nemendur að setja sér góð markmið, auka sjálfstraust og bæta einbeitingu en þetta eru...

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...