Sumarfrí og upphaf haustannar

14.jún.2016

SANYO DIGITAL CAMERA

Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 17. júní vegna sumarleyfa. Opnað verður aftur miðvikudaginn 3. ágúst. Þeir sem eru að huga að námi geta skoðað námsframboð á vef skólans. Þar er jafnframt hægt að skrá sig en þeim umsóknum sem berast í sumar verður svarað í byrjun ágúst þegar skrifstofan opnar að nýju. Tekið verður við umsóknum til 25. ágúst en þá lýkur áfangaskráningu. Það er samt best að skrá sig sem fyrst.

Skólastarf haustannar byrjar formlega fimmtudaginn 18. ágúst en þá verður skólinn settur klukkan 10 og þar á eftir verða umsjónarfundir. Kennsla hefst svo föstudaginn 19. ágúst samkvæmt stundaskrá.

Starfsfólk FAS vonar að allir eigi ánægjulegt sumar.

Aðrar fréttir

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu og Haus hugarþjálfun hafa gert með sér samkomulag um að nemendur á afreksíþróttasviði FAS hafi aðgang að Haus hugarþjálfunarstöð.  Þar læra nemendur að setja sér góð markmið, auka sjálfstraust og bæta einbeitingu en þetta eru...

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...