Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 17. júní vegna sumarleyfa. Opnað verður aftur miðvikudaginn 3. ágúst. Þeir sem eru að huga að námi geta skoðað námsframboð á vef skólans. Þar er jafnframt hægt að skrá sig en þeim umsóknum sem berast í sumar verður svarað í byrjun ágúst þegar skrifstofan opnar að nýju. Tekið verður við umsóknum til 25. ágúst en þá lýkur áfangaskráningu. Það er samt best að skrá sig sem fyrst.
Skólastarf haustannar byrjar formlega fimmtudaginn 18. ágúst en þá verður skólinn settur klukkan 10 og þar á eftir verða umsjónarfundir. Kennsla hefst svo föstudaginn 19. ágúst samkvæmt stundaskrá.
Starfsfólk FAS vonar að allir eigi ánægjulegt sumar.