Spennandi námskeið á vegum FAS

05.ágú.2015

FAS vill vekja athygli á spennandi námskeiði í byrjun næsta skólaárs.

Smáskipavélavörður – vélgæslunámskeið 

Námskeiðið veitir réttindi til starfa sem vélavörður á skipi með 750 kW vél eða minni og 12 m og styttra að skráningarlengd. Bóklegt og verklegt nám, alls um 85 kennslustundir (56 klukkustundir) að lengd og stendur yfir í 2 vikur.  Námskeiðið verður haldið á Djúpavogi ef næg þátttaka fæst og kennslan hefst mánudaginn 24. ágúst.

Bókleg kennsla fer fram virka daga frá kl.17:00 til 21:10. Inni í námskeiðinu er námsferð í Tækniskólann þar sem verkleg kennsla fer fram laugardaginn 29. ágúst og sunnudaginn 30. ágúst.  Föstudagurinn 28. ágúst verður nýttur fyrir nemendur til að koma sér til Reykjavíkur. Námskeiðinu lýkur mánudaginn 7. september með skriflegu lokaprófi. Bóklega kennslu annast Magnús Hreinsson og verklega kennslu annast kennarar í Véltækniskólanum ásamt Magnúsi.

Áhugasamir hafi samband við Magnús í netfang maggihr@simnet.is eða í síma 867 7160 og hann skráir þátttakendur og veitir nánari upplýsingar. Einnig er hægt að hafa samband við Zophonías Torfason skólameistara í netfang skolameistari@fas.is

Skráningarfrestur er til 15. ágúst 2015.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...