Spennandi námskeið á vegum FAS

05.ágú.2015

FAS vill vekja athygli á spennandi námskeiði í byrjun næsta skólaárs.

Smáskipavélavörður – vélgæslunámskeið 

Námskeiðið veitir réttindi til starfa sem vélavörður á skipi með 750 kW vél eða minni og 12 m og styttra að skráningarlengd. Bóklegt og verklegt nám, alls um 85 kennslustundir (56 klukkustundir) að lengd og stendur yfir í 2 vikur.  Námskeiðið verður haldið á Djúpavogi ef næg þátttaka fæst og kennslan hefst mánudaginn 24. ágúst.

Bókleg kennsla fer fram virka daga frá kl.17:00 til 21:10. Inni í námskeiðinu er námsferð í Tækniskólann þar sem verkleg kennsla fer fram laugardaginn 29. ágúst og sunnudaginn 30. ágúst.  Föstudagurinn 28. ágúst verður nýttur fyrir nemendur til að koma sér til Reykjavíkur. Námskeiðinu lýkur mánudaginn 7. september með skriflegu lokaprófi. Bóklega kennslu annast Magnús Hreinsson og verklega kennslu annast kennarar í Véltækniskólanum ásamt Magnúsi.

Áhugasamir hafi samband við Magnús í netfang maggihr@simnet.is eða í síma 867 7160 og hann skráir þátttakendur og veitir nánari upplýsingar. Einnig er hægt að hafa samband við Zophonías Torfason skólameistara í netfang skolameistari@fas.is

Skráningarfrestur er til 15. ágúst 2015.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...