Spennandi námskeið á vegum FAS

05.ágú.2015

FAS vill vekja athygli á spennandi námskeiði í byrjun næsta skólaárs.

Smáskipavélavörður – vélgæslunámskeið 

Námskeiðið veitir réttindi til starfa sem vélavörður á skipi með 750 kW vél eða minni og 12 m og styttra að skráningarlengd. Bóklegt og verklegt nám, alls um 85 kennslustundir (56 klukkustundir) að lengd og stendur yfir í 2 vikur.  Námskeiðið verður haldið á Djúpavogi ef næg þátttaka fæst og kennslan hefst mánudaginn 24. ágúst.

Bókleg kennsla fer fram virka daga frá kl.17:00 til 21:10. Inni í námskeiðinu er námsferð í Tækniskólann þar sem verkleg kennsla fer fram laugardaginn 29. ágúst og sunnudaginn 30. ágúst.  Föstudagurinn 28. ágúst verður nýttur fyrir nemendur til að koma sér til Reykjavíkur. Námskeiðinu lýkur mánudaginn 7. september með skriflegu lokaprófi. Bóklega kennslu annast Magnús Hreinsson og verklega kennslu annast kennarar í Véltækniskólanum ásamt Magnúsi.

Áhugasamir hafi samband við Magnús í netfang maggihr@simnet.is eða í síma 867 7160 og hann skráir þátttakendur og veitir nánari upplýsingar. Einnig er hægt að hafa samband við Zophonías Torfason skólameistara í netfang skolameistari@fas.is

Skráningarfrestur er til 15. ágúst 2015.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...