Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the all-in-one-wp-security-and-firewall domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Klettaklifur í fjallamennskunámi FAS | FAS

Klettaklifur í fjallamennskunámi FAS

06.maí.2024

Dagana 3. – 6. maí fór fram valáfangi í klettaklifri fyrir nemendur í grunnnámi fjallamennsku FAS. Að þessu sinni hittumst við á höfuðborgarsvæðinu og klifruðum á fjölbreyttum svæðum í kringum höfuðborgina en það er skemmtilegt fyrir nemendurna að kynnast fjölbreyttum klifursvæðum um allt land.

Áfanginn hófst í Miðgarði í Garðabæ en þar er frábær aðstaða til að stunda línuklifur innandyra. Þar var farið í leiðsluklifur, fallæfingar og ýmsa línuvinnu sem tengist klifri í fjölspannaleiðum. Á laugardeginum var haldið í Stardal í Mosfellsdal en svæðið má segja að sé paradís dótaklifrarans. Engir boltar eru á svæðinu og því þarf að tryggja allt með hefðbundnum tryggingum, hnetum og vinum. Þar fengu nemendur tækifæri til að leiða fjölspanna klifurleið, setja inn dótatryggingar, tryggja aðra klifrara upp til sín og reyna sig við hinar ýmsu leiðir. Á sunnudeginum héldum við út á Reykjanes í Háabjalla, þar er skjólsælt og gott að klifra og ekki skemmdi fyrir að nemendurnir mættu með grill og pyslur í hádegismat og grilluðu fyrir okkur öll. Svæðið hentar mjög vel fyrir byrjendur og er vel boltað sem gerir það að verkum að leiðsluklifrið er á færi allra. Við enduðum áfangann inni í Klifurhúsinu í Ármúla en þar fórum við yfir klifurtækni og æfingar sem gott er að vinna áfram með. Þökkum kærlega fyrir góðar móttökur þar.

Hópurinn stóð sig með prýði og mörg þeirra halda í lok mánaðarins til Lofoten í Noregi í klifurferð með FAS og eru því mjög spennt fyrir að æfa vel fyrir ferðina.  

Takk fyrir okkur, Dan, Íris og Ívar. 

 

Aðrar fréttir

Nám í landvörslu við FAS

Nám í landvörslu við FAS

Í síðustu viku sögðum við frá því að það hefði náðst samkomulag um að halda áfram námi í fjallamennsku út skólaárið og fögnum við þeim áfanga. Á næstu vorönn verður í boði í fjallanáminu valáfangi sem heitir „Landvarsla“. FAS fékk fyrir stuttu staðfest leyfi...

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Síðustu vikur og mánuði hefur mikið verið í gangi varðandi fjallamennskunámið í FAS. Í upphafi skólaárs var staðan sú að námið var tryggt fram að áramótum en framhaldið óljóst. Mikil vinna hefur átt sér stað undanfarið sem margir hafa komið að, ekki síst fulltrúar...

Lesið í landið

Lesið í landið

Það hefur lengi verið lögð áhersla á ýmis konar náttúruskoðun í FAS. Í marga áratugi var sérstaklega fylgst með skriðjöklum og reynt að mæla hvort þeir væru að ganga fram eða hopa. Flestar ferðirnar með nemendur voru að Heinabergsjökli. Þá var mæld fjarlægð frá...