Klettaklifur í fjallamennskunámi FAS

06.maí.2024

Dagana 3. – 6. maí fór fram valáfangi í klettaklifri fyrir nemendur í grunnnámi fjallamennsku FAS. Að þessu sinni hittumst við á höfuðborgarsvæðinu og klifruðum á fjölbreyttum svæðum í kringum höfuðborgina en það er skemmtilegt fyrir nemendurna að kynnast fjölbreyttum klifursvæðum um allt land.

Áfanginn hófst í Miðgarði í Garðabæ en þar er frábær aðstaða til að stunda línuklifur innandyra. Þar var farið í leiðsluklifur, fallæfingar og ýmsa línuvinnu sem tengist klifri í fjölspannaleiðum. Á laugardeginum var haldið í Stardal í Mosfellsdal en svæðið má segja að sé paradís dótaklifrarans. Engir boltar eru á svæðinu og því þarf að tryggja allt með hefðbundnum tryggingum, hnetum og vinum. Þar fengu nemendur tækifæri til að leiða fjölspanna klifurleið, setja inn dótatryggingar, tryggja aðra klifrara upp til sín og reyna sig við hinar ýmsu leiðir. Á sunnudeginum héldum við út á Reykjanes í Háabjalla, þar er skjólsælt og gott að klifra og ekki skemmdi fyrir að nemendurnir mættu með grill og pyslur í hádegismat og grilluðu fyrir okkur öll. Svæðið hentar mjög vel fyrir byrjendur og er vel boltað sem gerir það að verkum að leiðsluklifrið er á færi allra. Við enduðum áfangann inni í Klifurhúsinu í Ármúla en þar fórum við yfir klifurtækni og æfingar sem gott er að vinna áfram með. Þökkum kærlega fyrir góðar móttökur þar.

Hópurinn stóð sig með prýði og mörg þeirra halda í lok mánaðarins til Lofoten í Noregi í klifurferð með FAS og eru því mjög spennt fyrir að æfa vel fyrir ferðina.  

Takk fyrir okkur, Dan, Íris og Ívar. 

 

Aðrar fréttir

Á leið til Finnlands

Á leið til Finnlands

Um hádegisbil í dag lagði af stað hópur nemenda ásamt tveimur kennurum áleiðis til Vaala í Finnlandi. Þessi heimsókn er hluti af Nordplus Junior verkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra. Auk Finnlands og Íslands taka nemendur frá Noregi þátt í...

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...

Rötun og útivist

Rötun og útivist

Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og...