Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu og Haus hugarþjálfun hafa gert með sér samkomulag um að nemendur á afreksíþróttasviði FAS hafi aðgang að Haus hugarþjálfunarstöð. Þar læra nemendur að setja sér góð markmið, auka sjálfstraust og bæta einbeitingu en þetta eru allt þættir sem afreksíþróttafólk þarf að leggja áherslu á til að ná árangri í sinni íþrótt. Samstarfið tekur gildi frá og með næstu haustönn.
FAS fagnar þessu samstarfi og vonar að það muni styrkja og efla nemendur og hjálpa þeim að ná enn þá lengra í sinni íþrótt.