Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

29.apr.2024

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu og Haus hugarþjálfun hafa gert með sér samkomulag um að nemendur á afreksíþróttasviði FAS hafi aðgang að Haus hugarþjálfunarstöð.  Þar læra nemendur að setja sér góð markmið, auka sjálfstraust og bæta einbeitingu en þetta eru allt þættir sem afreksíþróttafólk þarf að leggja áherslu á til að ná árangri í sinni íþrótt. Samstarfið tekur gildi frá og með næstu haustönn.

FAS fagnar þessu samstarfi og vonar að það muni styrkja og efla nemendur og hjálpa þeim að ná enn þá lengra í sinni íþrótt.  

Aðrar fréttir

Námsefni í Forestwell prufukeyrt

Námsefni í Forestwell prufukeyrt

Nemendur og kennarar í FAS prufukeyrðu námsefni Forestwell verkefnisins í vikunni. Þátttakendur voru tólf og fengu þeir stutta kynningu á verkefninu, tilgangi þess og afurðum. Þátttakendur kynntu sér heimasíðuna og námsumhverfið þar, m.a. AR umhverfið (Augmented...

Fréttir frá Vaala

Fréttir frá Vaala

Það hefur verið mikið um að vera hjá hópnum sem lagði af stað til Finnlands síðasta föstudag. Við komum á áfangastað á laugardagskvöldi og nemendur fóru þá til gestafjölskyldna sinna. Norðmennirnir í verkefninu komu svo til Vaala á sunnudagskvöldið. Þegar allir eru...

Á leið til Finnlands

Á leið til Finnlands

Um hádegisbil í dag lagði af stað hópur nemenda ásamt tveimur kennurum áleiðis til Vaala í Finnlandi. Þessi heimsókn er hluti af Nordplus Junior verkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra. Auk Finnlands og Íslands taka nemendur frá Noregi þátt í...