Nýtt nemendaráð kynnt

08.maí.2024

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs.

Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga Kristey, Isabella og Nína Ingibjörg sem að bjóða fram krafta sína í þágu skólans og þær kynntu sig og sín stefnumál í löngu pásunni í morgun. Þær kalla sig „sveitalúxusjullurnar“ og eru þar að vísa til upprunans. Helga Kristey ætlar að vera forseti nemendafélagsins, Nína Inigbjörg varaforseti og Isabella verður hagsmunafulltrúi SÍF fyrir skólans hönd. Þær lofa alls kyns sprelli og fjöri en til þess að svo megi verða þurfa nemendur að vera virkir og taka þátt í félagslífi skólans.

Við óskum þeim stöllum til hamingu og hlökkum til að fylgjast með félagslífinu á næsta skólaári.

 

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Klettaklifur í fjallamennskunámi FAS

Klettaklifur í fjallamennskunámi FAS

Dagana 3. - 6. maí fór fram valáfangi í klettaklifri fyrir nemendur í grunnnámi fjallamennsku FAS. Að þessu sinni hittumst við á höfuðborgarsvæðinu og klifruðum á fjölbreyttum svæðum í kringum höfuðborgina en það er skemmtilegt fyrir nemendurna að kynnast fjölbreyttum...