Nýtt nemendaráð kynnt

08.maí.2024

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs.

Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga Kristey, Isabella og Nína Ingibjörg sem að bjóða fram krafta sína í þágu skólans og þær kynntu sig og sín stefnumál í löngu pásunni í morgun. Þær kalla sig „sveitalúxusjullurnar“ og eru þar að vísa til upprunans. Helga Kristey ætlar að vera forseti nemendafélagsins, Nína Inigbjörg varaforseti og Isabella verður hagsmunafulltrúi SÍF fyrir skólans hönd. Þær lofa alls kyns sprelli og fjöri en til þess að svo megi verða þurfa nemendur að vera virkir og taka þátt í félagslífi skólans.

Við óskum þeim stöllum til hamingu og hlökkum til að fylgjast með félagslífinu á næsta skólaári.

 

Aðrar fréttir

ForestWell menntaverkefnið

ForestWell menntaverkefnið

ForestWell er eitt af þeim fjölmörgu Erasmus+ menntaverkefnum sem FAS hefur tekið þátt í. Í ForestWell verkefninu er unnið er að gerð námsefnis í samstarfi menntastofnanna og fyrirtækja á sviði markaðsmála og stafrænna lausna frá Danmörku, Finnlandi, Írlandi, Íslandi...

HeimaHöfn – Vinnustofur í FAS

HeimaHöfn – Vinnustofur í FAS

Það er heldur betur búið að vera líflegt í FAS í dag og margt um manninn. Í dag var haldin fyrsta vinnustofan í verkefninu HeimaHöfn en það er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Verkefnið felur í sér náið samstarf með ungu...

Burt með allt ofbeldi

Burt með allt ofbeldi

Við höfum ekki farið varhluta af umræðu um aukið ofbeldi í þjóðfélaginu síðustu daga og vikur. Það er mikilvægt að allir taki höndum saman um að sporna við öllu ofbeldi. Bleikur litur er orðinn tákn þess að ofbeldi verði aldrei samþykkt. Undanfarna daga hafa sést víðs...