Nýtt nemendaráð kynnt

08.maí.2024

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs.

Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga Kristey, Isabella og Nína Ingibjörg sem að bjóða fram krafta sína í þágu skólans og þær kynntu sig og sín stefnumál í löngu pásunni í morgun. Þær kalla sig „sveitalúxusjullurnar“ og eru þar að vísa til upprunans. Helga Kristey ætlar að vera forseti nemendafélagsins, Nína Inigbjörg varaforseti og Isabella verður hagsmunafulltrúi SÍF fyrir skólans hönd. Þær lofa alls kyns sprelli og fjöri en til þess að svo megi verða þurfa nemendur að vera virkir og taka þátt í félagslífi skólans.

Við óskum þeim stöllum til hamingu og hlökkum til að fylgjast með félagslífinu á næsta skólaári.

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...