Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the all-in-one-wp-security-and-firewall domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Hájöklaferð í fjallanáminu | FAS

Hájöklaferð í fjallanáminu

28.apr.2024

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem áður voru allir léttir í lund.

Fyrsti dagurinn var langur og náði hópurinn undir Vesturtind, skellti þar upp tjöldum og skriðu allir í svefnpoka til að hvíla lúin bein. Annan daginn gengum við upp á Vesturtind og æfðum sprungubjörgun fyrir hádegi, hádegismatur var svo snæddur í tjaldbúðum. Eftir hádegi skipti hópurinn sér upp í fjögur teymi sem klifu Hrútsfjallstindana þrjá sem eftir voru (á eftir Vesturtindi), Hátind, Miðtind og Suðurtind í veðurblíðunni.

Þriðja daginn pakkaði hópurinn saman tjöldum og hélt í átt að Hvannadalshnjúk. Þar skelltum við upp tjaldbúðum undir vesturhlíð hnjúksins áður en við gengum skotspöl að næstu sprungu til þess að æfa sprungubjörgun þar sem fleiri en eitt teymi aðstoðaði við björgunina. Veðrið var einstaklega gott þetta kvöld svo hópurinn útbjó hringlaga útieldhús þar sem mannskapurinn naut matar, söng og dansaði.

Síðasta daginn gekk hópurinn niður Virkisjökulsleiðina í mikilli sól og hita. Við vorum ánægð að komast til byggða eftir fjóra langa en góða daga á jöklinum. Heilt yfir var ferðin ógleymanleg og heilmikið ævintýri sem bæði reyndi á líkamlegt og andlegt þol. Hópurinn stóð sig með stakri prýði og styrktist enn meira og þéttist við þessa áskorun.  

 Kennarar í ferðinni voru Íris Ragnarsdóttir, Svanhvít Helga Jóhannsdóttir og Ólafur Þór Kristinsson. 

Aðrar fréttir

Nám í landvörslu við FAS

Nám í landvörslu við FAS

Í síðustu viku sögðum við frá því að það hefði náðst samkomulag um að halda áfram námi í fjallamennsku út skólaárið og fögnum við þeim áfanga. Á næstu vorönn verður í boði í fjallanáminu valáfangi sem heitir „Landvarsla“. FAS fékk fyrir stuttu staðfest leyfi...

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Síðustu vikur og mánuði hefur mikið verið í gangi varðandi fjallamennskunámið í FAS. Í upphafi skólaárs var staðan sú að námið var tryggt fram að áramótum en framhaldið óljóst. Mikil vinna hefur átt sér stað undanfarið sem margir hafa komið að, ekki síst fulltrúar...

Lesið í landið

Lesið í landið

Það hefur lengi verið lögð áhersla á ýmis konar náttúruskoðun í FAS. Í marga áratugi var sérstaklega fylgst með skriðjöklum og reynt að mæla hvort þeir væru að ganga fram eða hopa. Flestar ferðirnar með nemendur voru að Heinabergsjökli. Þá var mæld fjarlægð frá...