Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the modern-events-calendar-lite domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121

Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the google-analytics-dashboard-for-wp domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Fókus á álftatalningu | FAS

Fókus á álftatalningu

20.mar.2024

Í dag var komið að árlegri ferð upp í Lón en það er eitt af vöktunarverkefnum í umhverfis- og auðlindafræði í FAS að fylgjast með álftum. Aðaltilgangurinn að telja álftir á Lónsfirði en við komum líka við á urðunarstaðnum í Lóni og fengum að sjá og fræðast um úrgangsmál í sveitarfélaginu. Xiaoling Yu umhverfisfulltrúi sveitarfélagsins tók á móti okkur á urðunarstaðnum og sagði okkur frá svæðinu. Allt rusl sem ekki er hægt að endurvinna er sett í urðunargryfjuna og einnig lífrænn úrgangur. Það var nokkuð ljóst þegar við gengum um svæðið að við sem samfélag getum staðið okkur töluvert betur í því að flokka. Við sáum töluvert af alls kyns plasti, pappa og jafnvel járnadrasli á svæðinu en þetta rusl hefði auðveldlega mátt flokka.

Eftir heimsóknina á urðunarstaðinn var keyrt sem leið liggur að Hvalnesi en þar er fyrsti talningastaðurinn. Að þessu sinni var það Binni frá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands sem fór fyrir hópnum. Við Hvalnes sáust engar álftir en í fjarska mátti sjá nokkuð af æðarfugli. Venjulega hefur verið töluvert af álft á þessu svæði. Binni er með þá kenningu að langvarandi frost í fyrravetur hafi farið illa með gróður þegar þessi hluti fjarðarins var frosinn mánuðum saman og hann sé ekki búinn að ná sér á strik aftur. Næsta stopp var við útsýnispallinn og þar voru taldar um 600 álftir en einnig þar var töluvert af æðarfugli. Þriðji og síðasti talningastaðurinn er svo við afleggjarann að Svínhólum og þar var mest af fugli talið. Alls voru taldar tæplega 2000 álftir í dag en að sögn Binna streyma fuglarnir nú til landsins þessa dagana svo það er líklegt að álftunum muni fjölga á firðinum á næstunni.

Ferðin í dag gekk ljómandi vel, fókusinn var á fuglatalninguna og það vildi svo skemmtilega til að talningafólkið eru stelpurnar okkar í Fókus. Næstu daga munu stelpurnar vinna að skýrslu um ferðina.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...