Fyrir Covid voru nokkrum sinnum á ári sameiginlegir kaffitímar á Nýtorgi. Þá skiptust íbúar hússins á að koma með veitingar. Aðaltilgangurinn var að íbúar hússins myndu koma saman og sjá hversu margir starfa alla jafnan í húsinu. En auðvitað líka að eiga góða stund yfir kaffi og meðlæti.
Eftir Covid hefur nokkrum sinnum verið imprað á því að gaman væri að endurvekja þessa sameiginlegu kaffitíma. Og í dag var komið að fyrsta sameiginlega kaffiboðinu á Nýtorgi og það voru kennarar og starfsfólk FAS sem riðu á vaðið. Það var gaman að sjá hversu margir gáfu sér tíma til að kíkja við og ekki annað að sjá en gómsætar veitingarnar rynnu ljúflega niður. Við erum strax farin að hlakka til næsta kaffiboðs.