Kaffiboð á Nýtorgi

21.mar.2024

Fyrir Covid voru nokkrum sinnum á ári sameiginlegir kaffitímar á Nýtorgi. Þá skiptust íbúar hússins á að koma með veitingar. Aðaltilgangurinn var að íbúar hússins myndu koma saman og sjá hversu margir starfa alla jafnan í húsinu. En auðvitað líka að eiga góða stund yfir kaffi og meðlæti.

Eftir Covid hefur nokkrum sinnum verið imprað á því að gaman væri að endurvekja þessa sameiginlegu kaffitíma. Og í dag var komið að fyrsta sameiginlega kaffiboðinu á Nýtorgi og það voru kennarar og starfsfólk FAS sem riðu á vaðið. Það var gaman að sjá hversu margir gáfu sér tíma til að kíkja við og ekki annað að sjá en gómsætar veitingarnar rynnu ljúflega niður. Við erum strax farin að hlakka til næsta kaffiboðs.

 

Aðrar fréttir

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

Nýheimadagurinn var haldinn 30. janúar þar sem stofnanir Nýheima kynntu starfsemi sína. FAS tók þátt í þessum degi og kynnti Hulda Laxdal Hauksdóttir skólann og þá sérstaklega eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem þar eru unnin. Verkefnið sem var kynnt er Erasmus+...

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...