Kaffiboð á Nýtorgi

21.mar.2024

Fyrir Covid voru nokkrum sinnum á ári sameiginlegir kaffitímar á Nýtorgi. Þá skiptust íbúar hússins á að koma með veitingar. Aðaltilgangurinn var að íbúar hússins myndu koma saman og sjá hversu margir starfa alla jafnan í húsinu. En auðvitað líka að eiga góða stund yfir kaffi og meðlæti.

Eftir Covid hefur nokkrum sinnum verið imprað á því að gaman væri að endurvekja þessa sameiginlegu kaffitíma. Og í dag var komið að fyrsta sameiginlega kaffiboðinu á Nýtorgi og það voru kennarar og starfsfólk FAS sem riðu á vaðið. Það var gaman að sjá hversu margir gáfu sér tíma til að kíkja við og ekki annað að sjá en gómsætar veitingarnar rynnu ljúflega niður. Við erum strax farin að hlakka til næsta kaffiboðs.

 

Aðrar fréttir

Á leið til Finnlands

Á leið til Finnlands

Um hádegisbil í dag lagði af stað hópur nemenda ásamt tveimur kennurum áleiðis til Vaala í Finnlandi. Þessi heimsókn er hluti af Nordplus Junior verkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra. Auk Finnlands og Íslands taka nemendur frá Noregi þátt í...

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...

Rötun og útivist

Rötun og útivist

Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og...