Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the modern-events-calendar-lite domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121

Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the google-analytics-dashboard-for-wp domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Anna Lára vinnur ferð til Þýskalands | FAS

Anna Lára vinnur ferð til Þýskalands

19.mar.2024

Félag þýzkukennara hefur um árabil með stuðningi frá Goethe Institut og Þýska sendiráðinu staðið fyrir samkeppni sem kallast Þýskuþraut. Þar gefst nemendum sem eru komnir áleiðis í námi kostur á að taka þátt í þýskuprófi til að sjá hver staða þeirra er miðað við jafnaldra í öðrum skólum. Nemendur í FAS hafa oft tekið þátt í gegnum árin og mörgum hefur gengið ágætlega. Félagið stendur líka fyrir stuttmyndasamkeppni og eru bæði þrautin og stuttmyndasamkeppnin liður í að kynna þýsku fyrir nemendum.

Síðustu árin hefur þrautinni verið skipt í tvö stig og fer skiptingin eftir því hversu langt nemendur eru komnir á náminu. Stig eitt gerir ráð fyrir að nemendur taki þrjá áfanga í þýsku til stúdentsprófs en á stigi tvö hafa nemendur lokið 4 – 6 áföngum. Hér í FAS þurfa nemendur að taka fjóra áfanga í þriðja máli til stúdentsprófs.

Að þessu sinni völdu þrír nemendur í FAS að taka þátt í prófinu og tóku þau þrautina á stigi tvö. Prófin eru svo send til Félags þýzkukennara sem fer yfir úrlausnirnar. Það er til nokkurs að vinna því fyrir efstu sætin á hvoru stigi er í boði hálfsmánaðar ferð í sumarbúðir í Þýskalandi. Að auki var ákveðið að draga einn úr hópi 20 efstu sem gæti einnig farið í sumarbúðirnar. Þegar úrslit í þrautinni voru kunngerð var ljóst að allir þrír nemendur FAS höfðu staðið sig ljómandi vel. Anna Lára Grétarsdóttir gerði sér lítið fyrir og varð efst keppenda á stigi tvö og er því á leið til Þýskalands seinni partinn í júlí.

Laugardaginn 16. mars stóð Félag þýzkukennara fyrir verðlaunahátíð fyrir bæði Þýskuþrautina og stuttmyndasamkeppnina. Þar mætti Anna Lára og tók á móti viðurkenningu fyrir frammistöðuna og hitti aðra verðlaunahafa. Við óskum Önnu Láru hjartanlega til hamingju og hlökkum til að heyra af ferðalaginu í sumar.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...