Leikhópur FAS sýnir í Mánagarði

06.mar.2016

leikhopurÍ FAS er hægt að velja leiklist og nýtist sá áfangi í nám nemenda. Áfanginn er í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar.  Þar býðst nemendum að taka þátt í  að setja upp leiksýningu frá upphafi til enda. Fenginn er leikstjóri sem vinnur með nemendum í sex til sjö vikur og geta nemendur lært margt á þessum tíma. Í ár kom Jón Stefán Kristjánsson sem er reyndur leikari og leikstjóri og hefur unnið mikið með áhugaleikfélögum og framhaldsskólum um allt land.

Að þessu sinni var ákveðið að setja upp tvö stutt verk. Það eru verkin: Perfect eftir Hlín Agnarsdóttur og Tjaldið eftir Hallgrím Helgason en bæði þessi leikverk voru samin fyrir Þjóðleik árið 2012. Verkin eru ólík og sýna leikarar frábæra hæfileika með því að takast á við mjög ólík hlutverk.

Frumsýningin var síðast liðinn föstudag og stóðu krakkarnir sig með prýði. Síðasta sýning verður í kvöld og hvetjum við alla Hornfirðinga til að skella sér í leikhús. Sýningin er í Mánagarði og hefst klukkan 19:00.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...