Leikhópur FAS sýnir í Mánagarði

06.mar.2016

leikhopurÍ FAS er hægt að velja leiklist og nýtist sá áfangi í nám nemenda. Áfanginn er í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar.  Þar býðst nemendum að taka þátt í  að setja upp leiksýningu frá upphafi til enda. Fenginn er leikstjóri sem vinnur með nemendum í sex til sjö vikur og geta nemendur lært margt á þessum tíma. Í ár kom Jón Stefán Kristjánsson sem er reyndur leikari og leikstjóri og hefur unnið mikið með áhugaleikfélögum og framhaldsskólum um allt land.

Að þessu sinni var ákveðið að setja upp tvö stutt verk. Það eru verkin: Perfect eftir Hlín Agnarsdóttur og Tjaldið eftir Hallgrím Helgason en bæði þessi leikverk voru samin fyrir Þjóðleik árið 2012. Verkin eru ólík og sýna leikarar frábæra hæfileika með því að takast á við mjög ólík hlutverk.

Frumsýningin var síðast liðinn föstudag og stóðu krakkarnir sig með prýði. Síðasta sýning verður í kvöld og hvetjum við alla Hornfirðinga til að skella sér í leikhús. Sýningin er í Mánagarði og hefst klukkan 19:00.

Aðrar fréttir

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...